Skip to content

Fréttir

Úrslit kvennatölts Spretts og Mercedes Benz

Kvennatölt Spretts og Mercedes Benz var haldið laugardaginn 13. apríl íSamskipahöllinni í Kópavogi. Um 160 konur mættu prúðbúnar til leiks og keppt var ífimm flokkum. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi hjá konum á öllum aldri sem komavíðsvegar að af landinu. Að vanda var mótið hið glæsilegasta, keppendur voru tilfyrirmyndar og gleðin við völd innan vallar sem utan.Viðburður sem þessi krefst mikillar skipulagningar, sjálfboðaliða sem… Read More »Úrslit kvennatölts Spretts og Mercedes Benz

Kvennareið – nú bjóða Sörlakonur heim

Nú er komið að því að Sörlakonur bjóða heim. Hestamannafélagið Sörli er 80 ára í ár og ætlar Kvennadeild Sörla að halda svakalegt kvennapartý! Þannig eru allar hestakonur (18 ára og eldri) úr Fáki, Spretti, Herði, Sóta, Brimfaxa og Mána boðnar innilega velkomnar. Takið endilega frá föstudaginn 26. apríl nk. fyrir gleðina á Sörlastöðum en Sörlakonur hyggjast ríða á móti konum úr öðrum félögum og… Read More »Kvennareið – nú bjóða Sörlakonur heim

Pollanámskeið í stóra gerðinu við Magnúsarlund!

Kæru Sprettarar, á morgun, laugardaginn 13.apríl milli kl.10-13 verður kennsla í stóra gerðinu við Magnúsarlund. Þar verða okkar yngstu knapar í kennslu, pollanámskeið Spretts, undir handleiðslu Hrafnhildar Blöndahl. Gerðið verður því upptekið frá kl.10-13.Við biðjum ykkur um að taka tillit þegar riðið er framhjá og fara rólega framhjá. Með fyrirfram þökk,Þórdís og Hrafnhildur.

Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Ertu að stefna á að keppa? Eða langar þig að gera reiðhestinn þinn þjálli og skemmtilegri? Eða langar þig að fá aðstoð með nýja reiðhestinn þinn? Nú er að fara af stað einstaklingsmiðað námskeið þar sem nemandi og kennari setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að því yfir tímabil námskeiðsins. Markmið námskeiðsins er því ekki eitthvað eitt verkefni, heldur einstaklingsbundið. Námskeiðið er ætlað öllum,… Read More »Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Úrslit í gæðingakeppni BLUE LAGOON

Fimmtudaginn 11.apríl fór fram keppni í gæðingakeppni í BLUE LAGOON mótaröð Spretts sem jafnframt var síðasta mótið í þessari BLUE LAGOON mótaröð Spretts 2024. Gífurlega góð þátttaka var í gæðingakeppni og þá sérstaklega í barna- og unglingaflokki. Í barnaflokki sigraði Kristín Rut Jónsdóttir á hryssunni Flugu frá Garðabæ með einkunnina 8,63. Hún var jafnframt stigahæsti knapinn í mótaröðinni í barnaflokki. Í unglingaflokki voru Snæfríður Ásta… Read More »Úrslit í gæðingakeppni BLUE LAGOON

Litli rekstarhringurinn í Spretti

Af gefnu tilefni þurfum við að minna á reglur um hvenær megi reka hross á gamla gæðingavellinum í Spretti. Undanfarið hafa okkur borist of margar kvartanir vegna óþæginda sem reiðmenn verða út af hlaupandi hrossum á hringnum. Leyfilegt er að reka alla daga frá kl 6:00-12:00 og frá kl 20:00-23:00. Stranglega bannað er að nota bílflautur eða annan hávaða þegar hrossin eru rekin. Gæta skal… Read More »Litli rekstarhringurinn í Spretti

Pistill frá nýjum formanni Spretts

Kæru Sprettarar Ég vil byrja á því að þakka stuðninginn og það traust sem mér er veitt með að vera valin sem formaður félagsins okkar allra. Mig langar að þakka fyrri formanni og fráfarandi stjórn kærlega fyrir þeirra óeigingjörnu vinnu og þann tíma sem þau hafa lagt til félagsins undanfarin ár. Við erum stærsta hestamannafélag landsins og til okkar er horft sem fyrirmynd annarra félaga. … Read More »Pistill frá nýjum formanni Spretts

Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni!

Hver einkatími er 40mín. Tímar í boði á milli kl.15:00 til 21:00. Kennt verður í Samskipahöll í hólfi 3. Kennt verður annan hvern þriðjudag og hefst kennsla þriðjudaginn 7.maí. 3 skipti samtals. Kennt verður; 7.maí, 21.maí og 4.júní. Verð er 41.000kr. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfprettur og opnar laugardaginn 13.apríl kl.12:00. Athugið að það þarf að „refresha“ /endurhlaða síðuna ef námskeiðið birtist ekki – eða… Read More »Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni!

Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

Reiðkennarinn Róbert Petersen býður upp á einka- og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16.apríl og lýkur 7.maí, samtals 4 skipti. Tímasetningar í boði milli kl.16:00 og 21:00. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt er í 40mín. Samtals 4 skipti. Verð… Read More »Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!