Skip to content

Fréttir

Aðalfundur Spretts 2023

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 18. apríl n.k. kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Aðalfundarstörfum verður framhaldið þaðan sem frá var horfið þegar tillaga um frestun var samþykkt á aðalfundi Spretts þann 28.mars sl Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar… Read More »Aðalfundur Spretts 2023

Hreinsunardagur Spretts 2023

Hreinsunardagur Spretts verður 19.apríl nk, daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00 Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa. Ruslagámar verða bæði við Samskipahöllina og Húsasmiðjuhöllina. Þeir sem eiga bagga eða rúllur á baggaplaninu eru sérstaklega beðnir um… Read More »Hreinsunardagur Spretts 2023

Pollanámskeið

Áframhaldandi reiðnámskeið fyrir okkar allra yngstu og krúttlegustu Sprettara – pollanámskeið. Kennt verður á laugardögum, hver tími um 40mín. Stefnt er að því að kenna fyrstu tvo tímana inni og færa sig svo út í stóra gerðið neðst á Fluguvöllum og jafnvel að reyna að komast í stuttan reiðtúr í síðasta tímanum, ef veður og vindar leyfa.5-6 knapar í hóp. Boðið er upp á hópa… Read More »Pollanámskeið

Samskipadeildin, áhugamannadeild spretts.

Þann 1. apríl sl var lokahóf Samskipadeildarinnar haldið. Veitt voru verðlaun fyrir, stigahæsta liðið, 3 stigahæstu knapana, þjálfara ársins, vinsælasta knapann og skemmtilegasta liðið. Samskipadeildin tókst frábærlega í vetur og þakkar stjórn deildarinnar þátttakendum og aðstandendum fyrir veturinn. Sjáumst hress næsta vetur. Þjálfari ársins var kosinn af liðum deildarinnar, Hörður Óli Sæmundarson, þjálfari liðs Íslenskra verðbréfa. Stigahæstu knaparnir voru Katrín Sigurðardótti, Hermann Arason og Gunnhildur… Read More »Samskipadeildin, áhugamannadeild spretts.

Þriðju vetrarleikar Spretts

Nk laugardag 15.apríl verða þriðju vetrarleikar Spretts 2023 Skráning verður í anddyri veislusal Spretts kl 11:00-12:00 Stefnt er að því að keppa úti ef vallaraðstæður leyfa, unglingar og eldri á beinni braut, pollar og börn á hringvelli. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka.… Read More »Þriðju vetrarleikar Spretts

Kvennatölt spretts 22. apríl 2023

Búið er að opna fyrir skráningu í Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz sem fer fram íSamskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.aprílNánari upplýsingar um flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninuKvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2023Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.Skráningargjald er kr. 6000 kr per skráningu og fer skráning fram áhttps://skraning.sportfengur.com/ATH aldurstakmark er 18 árAth. þær konur sem… Read More »Kvennatölt spretts 22. apríl 2023

Ungmenni Spretts

Ungmennaráð Spretts hefur ákveðið að bjóða upp á sýnikennslu og reiðtíma hjá Olil Amble fyrir ungmenni í Spretti þann 1.maí nk. á Syðri-Gegnishólum, gegn vægu gjaldi. Þau ungmenni sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er að sækja reiðtíma eða sýnikennslu, sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is fyrir 13.apríl nk. til að tryggja sér pláss – ath! takmarkaður fjöldi reiðtíma í boði!

járninganámskeið

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »járninganámskeið