Fréttir og tilkynningar

Helgarferð á Skáney fyrir unga Sprettara

Æskulýðsnefnd Spretts kynnir helgarferð fyrir unga Sprettara til Hauks og Randi á Skáney í Borgarfirði helgina 27.-28.september nk. Skráning verður opin frá 3.sept. til og með 10.sept. Lágmarksþáttaka eru 10 börn/unglingar og 8 pollar. Ath! Skráningu lýkur á miðnætti 10.sept. Skráning fer fram á abler.io. Beinn hlekkur hér: Hestamannafélagið Sprettur

Nánar

Metamót Spretts 5.-7.sept

Hið stórskemmtilega Metamót Spretts fer fram 5.-7.september á Samskipavelli Spretts. Keppt er í gæðingakeppni á beinni braut ásamt, tölt og skeiðgreinum. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið á gæðingakeppninni þá eru farnar 4 ferðir á beinu brautinni, ekki er sýnt fet eða stökk. Í A-flokki er ein ferð á tölti,

Nánar

Sprettur og Samskip framlengja samstarf til 2027

Í dag, fimmtudaginn 28.ágúst, var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Hestamannafélagsins Spretts og Samskipa, sem hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá upphafi. Samningurinn gildir út ágúst 2027 og markar áframhaldandi traust og öflugt samstarf sem hefur einkennt tengsl félaganna í gegnum árin. Á myndinni sem fylgir undirrituninni má sjá Jónínu Björk

Nánar

Afreksstyrkir ÍTG

Vekjum athygli félagsmanna á afreksstyrkum Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum um afreksstyrki fyrir einstaklinga og hópa, samkvæmt afreksstefnu ÍTG grein 3.3., á vef bæjarins. Þeir aðilar, einstaklingar eða lið, sem til greina koma vegna afreksstyrkveitinga skv. gr. 3.3. eru: a. Þeir sem stunda einstaklingsíþróttir

Nánar

Sumarsmellur Spretts fellur niður

Sumarsmellur Spretts verður því miður ekki haldin vegna dræmrar þátttöku. Þökkum þeim sem skráðu sig og fá þeir tölvupóst (á netfang skráð í Sportfeng) með upplýsingum um endurgreiðsufyrirkomulag.

Nánar

Andlát heiðursfélaga Andvara Elísabetar Þ. Þórólfsdóttur

Elísabet Þ. Þórólfsdóttir, fyrrum formaður hestamannafélagsins Andvara, er fallin frá. Elísabet, eða Elsa eins og hún var jafnan kölluð, var heiðursfélagi hestamannafélagsins Andvara, og gegndi lykilhlutverki í starfi hestamannafélagsins um áratugaskeið. Elsa tók virkan þátt í félagsstarfi frá fyrstu tíð. Hún gengdi formennsku hestamannafélagsins Andvara á árunum 1985 til 1990.

Nánar
Scroll to Top