Fréttir og tilkynningar

Námskeið í Spretti – 1. hluti

Hér má sjá nánari upplýsingar um þau námskeið sem hefjast í lok desember og janúar. Skráning fyrir námskeiðin opnar kl.12:00 á morgun, föstudaginn 19.desember á abler.io www.abler.io/shop/hfsprettur Einkatímar með Antoni Páli 27.desember 2025! Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 27.desember nk. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3. Kennsla fer

Nánar

Yfirlit yfir námskeið í Spretti í desember og janúar 2026

Hér má sjá yfirlit yfir þau námskeið sem verða í boði í Spretti í lok desember 2025 og janúar 2026, auk helgarnámskeiðs með Julie Christiansen í febrúar. Öll námskeið verða sett upp í abler og þar mun öll skráning fara fram. Skráning á námskeiðin sem haldin verða í desember og

Nánar

Dagskrá móta og viðburða Spretts

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá móta og viðburða Spretts vetur, vor og sumar 2026. Það verður nóg um að vera! Þrauta- og leikjadagur ungra Sprettara (án hests) 10.janúar Grímu- og glasafimi tölt 18.janúar Vetrarleikar 1 25.janúar Þorrablót Spretts 6.febrúar Meistaradeild ungmenna 7.febrúar Vetrarleikar 2 15.febrúar Blue Lagoon mótaröð Spretts

Nánar

Litlu-jólin hjá ungum Spretturum

Laugardaginn 20.desember nk verða Litlu-jólin hjá ungum Spretturum haldin hátíðleg í veislusalnum í Samskipahöllinni milli kl.14-16. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur – og jafnvel möguleiki á að skreyta nokkrar piparkökur. Það verður jólatré og heyrst hefur að jólasveinninn kíki í heimsókn. Við verðum með pakkaleik, þar sem

Nánar

Ungir Sprettarar fóru í ævintýraferð!

Dagana 27.–30. nóvember sl. fóru ungir Sprettarar í ógleymanlega ferð á hina stórglæsilegu Sweden International Horse Show, sem haldin er ár hvert í Stokkhólmi í Svíþjóð. Samtals taldi hópurinn 44 Sprettara en þetta er í annað sinn sem Æskulýðsnefnd félagsins stendur fyrir slíkri ferð. Sýningin er ein sú glæsilegasta í

Nánar

Ræðumaður Skötuveislunnar verður Hermann Árnason

Skötuveisla hestamannafélagsins Spretts fer fram á Þorláksmessu frá klukkan 11:30-14:00 í veislusal Spretts í Samskipahöllinni. Verð er 6900kr. Boðið verður upp á kæsta skötu, tindabikkju, saltfisk, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt brauð. Einnig verður hægt að kaupa fljótandi veitingar. Veislustjóri verður Gunnar Gunnsteinsson og ljúfir tónar verða spilaðir af

Nánar
Scroll to Top