Fréttir og tilkynningar

Frestað Grímu- og glasafimi

Vegna slæmrar veðurspáar næstkomandi föstudag hefur verið ákveðið að fresta skemmtimótinu Grímu- og glasafimi. Reynt verður að finna nýja og hentuga tímasetningu fyrir viðburðinn sem verður þá auglýstur.  

Nánar

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti, Húsasmiðjuhöll, og verður kennt helgina 22. og 23. febrúar. Skemmtilegt helgarnámskeið þar sem knapar fá innsýn í hindrunarstökksþjálfun. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka

Nánar

Hulda María og Herdís Björg heiðraðar

Á nýafstaðinni Íþróttahátíð Garðabæjar misfórst hjá sveitafélaginu að heiðra þær Huldu Maríu Sveinbjörnsdóttur og Herdísi Björgu Jóhannsdóttur vegna afreka sinna á alþjóðlegum vettvangi. Veittar eru viðurkenningar til þeirra sem vinna til verðlauna (1.-3.sæti) á alþjóðlegu móti. Þær voru báðar valdar til þátttöku fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum sem

Nánar

Helgarnámskeið með Sigvalda

Skráning er enn opin! Nokkur sæti laus! Helgina 1.-2. febrúar mun reiðkennarinn Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á helgarnámskeið. Kennt er á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 3. Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan

Nánar

Forskoðun kynbótahrossa  08. febrúar 2025 hjá Spretti í Samskipahöllinni

Eins og undanfarin ár mun Þorvaldur Kristjánsson yfirmaður hrossaræktar hjá RML  sjá um viðburðinn.  Vinsæll viðburður sem hefur hjálpað mörgum í mati á sínu hrossi. Allir eigendur hrossa velkomnir að skrá sig óháð félagi. Skráning hjá : ha******@**.is  fyrir 6.febr. kl 22. Verð kr 3.000, hægt að millifæra á staðnum.

Nánar

Þorrablót Spretts og Fáks 2025

Þorrablót Spretts og Fáks verður haldið laugardaginn 8.febrúar nk. Veislan fer fram í Arnarfelli, veislusalnum í Samskipahöllinni. Á næstu dögum munum við segja betur frá dagskránni, hver verður veislustjóri o.s.frv. en nefndin hefur lofað góðu fjöri!  Borðapantanir fara fram á sp******@******ur.is og er miðaverð 12.900kr.

Nánar
Scroll to Top