Fréttir og tilkynningar

Leiga á reiðhöll

Bókanir á einkatímum í reiðhöllum Spretts fer fram í gegnum pósthólfið re******@******ur.isÆskilegt er að bóka einkatíma með a.m.k. 3ja daga fyrirvara svo hægt sé að koma bókun í reiðhallardagatal og stilla ljósakerfi reiðhallanna. Í boði er að bóka:-Alla Húsasmiðjuhöllina– Eitt hólf í Samskipahöll– Alla Samskipahöllina virka daga milli kl.6-9 á morgnanna

Nánar

Gæðingalistar námskeið

Námskeiðið er ætlað þeim sem stefna á keppni í Gæðingalist og fyrir þá sem hafa áhuga á keppnisgreininni. Kennari verður Randi Holaker sem er menntaður reiðkennari, gæðinga- og íþróttadómari ásamt því að vera starfandi gæðingalistardómari á öllum stigum keppninnnar. Kennt verður í einkatímum, 40mín tímar í hvert sinn. Kennt verður;*

Nánar

Lið Spesíunnar

Samskipadeildin- LiðakynningNæsta lið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025 er lið Spesíunnar. Liðið keppti undir merkjum Skoda á síðasta ári og er nokkuð breytt frá síðasta tímabili. Sverrir Sigurðsson er áfram í liðinu og er liðsstjóri. Elías Árnason og Elín Íris Fanndal eru að sama skapi

Nánar

Æfingatímar BLUE LAGOON

Við minnum á æfingatímana í kvöld fyrir alla þá sem ætla að keppa á BLUE LAGOON mótinu næsta fimmtudag. Æfingatímarnir eru frá kl.18-20 í allri Samskipahöllinni. Húsið verður opið.  

Nánar

Þrif og tiltekt í Samskipahöll

Þriðjudaginn 11.febrúar kl.19:00 stendur til að þrífa og taka til í Samskipahöllinni. Óskað er eftir vöskum félagsmönnum sem geta lagt hönd á plóg, hvort sem er í stutta stund eða lengur, það munar um allt. Hittumst í Samskipahöllinni kl.19 þriðjudaginn 11.febrúar. Vonumst til að sjá sem flesta!

Nánar

Sindrastaðir

Annað liðið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeild, áhugamannadeild Spretts 2025 er lið Sindrastaða. Liðið er óbreytt frá síðasta tímabili, er skipað hressu norðanfólki og finnst okkur einstaklega gaman að þau geri sér ferð suður yfir heiðar til að taka þátt í Samskipadeildinni. Kolbrún Grétarsdóttir er liðsstjóri liðsins. Kolbrún

Nánar
Scroll to Top