Fréttir og tilkynningar

Nýr samningur Spretts og Garðabæjar
Síðastliðið haust skrifaði hestamannafélagið Sprettur undir nýjan samning við sveitarfélagið Garðabæ. Meginmarkmið samstarfs Hestamannafélagsins Spretts og Garðabæjar er að efla barna- og unglingastarf í hestaíþróttum í Garðabæ, meðal annars með reglulegu námskeiðahaldi á félagssvæði Spretts. Með samstarfinu skal sérstaklega hugað að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í

Viltu taka þátt í starfi Spretts?
Miðvikudaginn 12.febrúar kl.20 munu formenn nefnda innan hestamannafélagsins Spretts segja frá nefndarstörfum á opnum félagsfundi í veislusalnum í Samskipahöllinni. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi eru hvattir til að mæta, kynna sér starfið og skrá sig í þá nefnd sem þeir hafa áhuga á

Heyefnagreining
Til félaga í Hestamannafélaginu Sprett Efnagreining ehf. býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn. Tvennskonar greiningar eru í boði, minni greining kostar 5630.- kr án vsk og stærri greining kostar 11332.- kr án vsk . Minni greiningin er með orkuefnagreiningum (Meltanleiki, prótein, tréni, sykur, hestafóðureiningar) og útreikningum á heygjöf á dag pr
Pula – Votamýri – Hofsstaðir
Fyrsta liðið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeild, áhugamannadeild Spretts 2025 er liðið Pula-Votamýri-Hofsstaðir. Liðið keppti undir merkjum Hvolpasveitarinnar á síðasta tímabili en hefur farið í gegnum mikla endurnýjun. Þórdís Sigurðardóttir er liðsstjóri og sú eina sem var í liðinu á síðasta tímabili. Aðriðr liðsmenn koma nýir inn í

Framkvæmdir á reiðvegum
Á mánudaginn, 10.febrúar, verður lögð 180mm vatnslögn sem þverar reiðstíg við hestahúsahverfið við hestamannafélagið Sprett, sjá mynd hér fyrir neðan. Þetta er hluti af verkefni Kjóavellir – Hesthúsahverfi á vegum Garðabæjar. Verktakinn er Óskatak en vinnuflokkur Veitna mun einnig koma að greftrinum þar sem skurðurinn þverar háspennustreng. Það sem svæðið er

Afhending miða á Þorrablót!
ATH! Vegna veðurs verður afhendingu á miðum á Þorrablótið frestað þar til á morgun, fimmtudaginn 6.feb., milli 18-19, í anddyri veislusalarins í Samskipahöllinni.
