Fréttir og tilkynningar

Kleinusala ungra Sprettara
Laugardaginn 22.mars ætla ungir Sprettarar að standa fyrir fjáröflun með því að selja glænýjar kleinur. Það er von okkar að þið takið vel á móti ungu kynslóðinni en þau munu ganga í hús í hesthúsahverfinu á morgun, laugardag, og mögulega einnig á sunnudag. Allur ágóði rennur í Æskulýðssjóð ungra Sprettara!

Vetrarleikar 22.mars kl.13:15
Við minnum á vetrarleika Spretts sem fara fram á morgun, laugardaginn 22.mars kl.13:15! Vetrarleikar Spretts verða haldnir laugardaginn 22. mars. Skráning fer fram í rennunni í Samskipahöllinni (ekki veislusalnum) milli klukkan 11-12. Kaffi og vöfflur verða í boði fyrir þátttakendur meðan á skráningu stendur. Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika,

Tekið á móti plasti 22.mars
Á morgun laugardag, 22.mars, milli klukkan 11:00-12:00 verður tekið á móti plasti í nýjum gámi sem staðsettur verður á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll, sjá mynd. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Rúlluplastið má ekki vera í plastpokum. Biðjum við félagsmenn

Tekið á móti plasti 19.mars
Í dag milli klukkan 16:00-20:00 verður tekið á móti plasti í nýjum gámi sem staðsettur verður á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll, sjá mynd. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Stefnt verður að því í framtíðinni að taka á móti plasti

DYMBILVIKUSÝNING SPRETTS 16.apríl 2025!
Hin árlega sýning hestamannafélagsins Spretts, Dymbilvikusýningin, fer fram 16.apríl nk. í Samskipahöllinni. Sýningarnefnd hefur tekið til starfa og er sem áður stórhuga og stefnir allt í stórskemmtilega sýningu. Eins og undanfarin ár verður haldin létt keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhestana. Heyrst hefur að mögulega muni fjölga í hópi

Spónarkögglar til sölu
Takk fyrir frábærar móttökur. Ég er að selja spónarköggla úr gráa gámnum á kerrusvæðinu. Næstkomandi fimmtudag verða aftur bretti með 55 pokum keyrð að hesthúsum. Endilega hafið samband ef áhugi er á að kaupa spónarköggla hvort sem það eru heil bretti keyrð til ykkar eða minna magn sem hægt er
