Fréttir og tilkynningar

Móttaka á plasti
Miðvikudaginn 10. september, milli klukkan 18:00-19:00 verður tekið á móti plasti í gámi sem staðsettur er á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Rúlluplastið má ekki vera í plastpokum. Biðjum við félagsmenn að virða þetta –

Bókleg Knapamerki haust 2025
Bókleg knapamerki verða kennd í lok september og fram í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust. Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust. Knapamerkjabækurnar fást t.d. í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn

Frumtamninganámskeið haust 2025
Róbert Petersen reiðkennari verður með vinsælu frumtamningarnámskeiðin sín í Spretti í haust. Námskeiðið hefst mánudaginn 29. september 2025 og er fyrsti tíminn bóklegur tími á 2.hæð Samskipahallarinnar, þar sem allir hóparnir mæta á sama tíma kl.18:00. Verklegir tímar hefjast svo þriðjudaginn 30.september og þá kemur hver þátttakandi með sitt trippi.

Helgarferð á Skáney fyrir unga Sprettara
Æskulýðsnefnd Spretts kynnir helgarferð fyrir unga Sprettara til Hauks og Randi á Skáney í Borgarfirði helgina 27.-28.september nk. Skráning verður opin frá 3.sept. til og með 10.sept. Lágmarksþáttaka eru 10 börn/unglingar og 8 pollar. Ath! Skráningu lýkur á miðnætti 10.sept. Skráning fer fram á abler.io. Beinn hlekkur hér: Hestamannafélagið Sprettur

Metamót Spretts 5.-7.sept
Hið stórskemmtilega Metamót Spretts fer fram 5.-7.september á Samskipavelli Spretts. Keppt er í gæðingakeppni á beinni braut ásamt, tölt og skeiðgreinum. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið á gæðingakeppninni þá eru farnar 4 ferðir á beinu brautinni, ekki er sýnt fet eða stökk. Í A-flokki er ein ferð á tölti,

Sprettur og Samskip framlengja samstarf til 2027
Í dag, fimmtudaginn 28.ágúst, var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Hestamannafélagsins Spretts og Samskipa, sem hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá upphafi. Samningurinn gildir út ágúst 2027 og markar áframhaldandi traust og öflugt samstarf sem hefur einkennt tengsl félaganna í gegnum árin. Á myndinni sem fylgir undirrituninni má sjá Jónínu Björk