Fréttir og tilkynningar

Keppnisnámskeið hjá Arnari Mána á miðvikudögum
Vegna eftirspurnar var ákveðið að bæta við námskeiði hjá Arnari Mána á miðvikudögum. Þau sem hafa áhuga á að mæta 2x í viku (eru skráð á mánudögum) er einnig velkomið að skrá sig á þetta námskeið líka. Reiðkennarinn Arnar Máni býður upp á einkatíma með áherslu á keppni á miðvikudögum

Íslandsmóti í gæðingalist aflýst
Íslandsmótinu í gæðingalist sem átti að halda 29.apríl til 1.maí í Samskipahöllinni í Spretti hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku. Haft verður samband við þá sem skráðu sig vegna endurgreiðslu skráningagjalda.

Þrautabraut og leikjadagur 1.maí
Fimmtudaginn 1.maí verður haldinn þrautabrautar- og leikjadagur fyrir æskuna í Spretti. Sett verður upp þrautabraut í Samskipahöllinni ásamt því að farið verður í leiki og settir upp hoppukastalar. Við byrjum á allra yngstu knöpunum (yngri en 9 ára) kl.10:30, börn og unglingar (10-17 ára) mæta kl.11:30 og svo mæta allir

Farandgripir Firmakeppni
Óskað er eftir því að handhafar farandgripa frá Firmakeppni komi með gripina í skráninguna, sem fer fram í anddyri veislusalarins, milli kl.11-12 í dag.

Keppnisnámskeið fyrir yngri flokka með Arnari Mána
Reiðkennarinn Arnar Máni býður upp á einkatíma með áherslu á keppni á mánudögum í Samskipahöll, einnig verður möguleiki á að fara út á völl ef vallaraðstæður og veður leyfir. Hver tími er 30mín. Tímasetningar í boði á milli kl.16:30-21:30. Fjöldi tíma er 5 skipti samtals. Námkskeiðið hefst mánudaginn 28.apríl nk.

Framlengdur skráningfrestur
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl. Keppt verður í einum styrkleikaflokki í yngri flokkum en tveimur styrkleikaflokkum í fullorðinsflokki. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Barnaflokkur – stig