Fréttir og tilkynningar

Ragnar látið af störfum

Nú hefur Ragnar Stefánsson látið af störfum hjá Spretti þar sem hann hefur kosið að fara aftur á sjóinn. Ragnar var skipstjórnarmaður áður en hann tók til starfa hjá Spretti í febrúar. Stjórn og starfsfólk Spretts þakkar Ragnari kærlega fyrir vel unnin störf, fyrir ánægjuleg kynni og samvinnu í vetur.

Nánar

Opna gæðingamót Spretts og Fáks

Opna gæðingamót Fáks og Spretts fer fram dagana 30.maí til 1.júní á félagssvæði Spretts. Skráning er opin og lýkur mánudaginn 26. maí á miðnætti. Skráning fer fram á Sportfeng, www.sportfengur.com. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A flokkur – 1.flokkur, 2.flokkur og ungmennaflokkur B flokkur – 1.flokkur, 2.flokkur og ungmennaflokkur Unglingaflokkur

Nánar

Ný reiðleið og framtíðar rekstarhringur

Til stendur að útbúin verði nýr rekstrarhringur í kringum skeifuna fyrir ofan velli félagsins. Nú þegar er gert ráð fyrir reiðvegi í kringum skeifuna sem er nýttur að hluta til. Núverandi framkvæmdir snúa að því að klára hringinn þannig að hægt sé að tengja reiðleiðirnar. Í framhaldinu er fyrirhugað að

Nánar

Stjörnuhlaupið 17.maí lokanir á reiðstígum

ATH! Lokanir á reiðstígum laugardaginn 17.maí! Stjörnuhlaupið fer fram laugardaginn 17.maí og verður því ákveðnum reiðleiðum lokað þann daginn milli kl.10-13 þann dag. Meðfylgjandi er kort af leiðinni bæði á mynd og myndbandi. Hér er leiðin útskýrð frá mótshöldurum: – Hlaupið byrjar í Miðgarði, farið inni í skóginn í Smalaholti

Nánar

Móttaka á heyrúlluplasti

Miðvikudaginn 14. maí milli klukkan 18:00-19:00 verður tekið á móti plasti í nýjum gámi sem staðsettur er á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Rúlluplastið má ekki vera í plastpokum. Biðjum við félagsmenn að virða þetta

Nánar

Nefndarfólk í Spretti – sérkjör!

Sprettur er svo heppið félag að vera með starfrækta tuttugu nefndir sem sjá um að halda virkni og starfssemi félagsins gangandi. Þar sem vel hefur gengið að snúa við rekstri Spretts undanfarna mánuði þá langar stjórn að búa til opinbert umbunarkerfi fyrir allt duglega nefndarfólkið okkar og hafa þannig hvata

Nánar
Scroll to Top