Fréttir og tilkynningar

Vatnsendahlaup HK – truflun í hesthúsahverfi

Kæru félagsmenn! Við viljum vekja athygli félagsmanna á því að á morgun, miðvikudaginn 10.september, fer fram Vatnsendahlaup HK. Hlaupið verður frá Kórnum í gegnum hesthúsabyggð Spretts þaðan framhjá Guðmundarlundi, upp á Vatnsendaborgir, þaðan framhjá borholum og að línuveginum, þaðan niður Grímsgötu að Vatnsvík og svo upp á Vatnsendahlíð og þaðan

Nánar

Móttaka á plasti

Miðvikudaginn 10. september, milli klukkan 18:00-19:00 verður tekið á móti plasti í  gámi sem staðsettur er á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Rúlluplastið má ekki vera í plastpokum. Biðjum við félagsmenn að virða þetta –

Nánar

Bókleg Knapamerki haust 2025

Bókleg knapamerki verða kennd í lok september og fram í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust. Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust. Knapamerkjabækurnar fást t.d. í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn

Nánar

Frumtamninganámskeið haust 2025

Róbert Petersen reiðkennari verður með vinsælu frumtamningarnámskeiðin sín í Spretti í haust. Námskeiðið hefst mánudaginn 29. september 2025 og er fyrsti tíminn bóklegur tími á 2.hæð Samskipahallarinnar, þar sem allir hóparnir mæta á sama tíma kl.18:00. ​Verklegir tímar hefjast svo þriðjudaginn 30.september og þá kemur hver þátttakandi með sitt trippi.

Nánar

Helgarferð á Skáney fyrir unga Sprettara

Æskulýðsnefnd Spretts kynnir helgarferð fyrir unga Sprettara til Hauks og Randi á Skáney í Borgarfirði helgina 27.-28.september nk. Skráning verður opin frá 3.sept. til og með 10.sept. Lágmarksþáttaka eru 10 börn/unglingar og 8 pollar. Ath! Skráningu lýkur á miðnætti 10.sept. Skráning fer fram á abler.io. Beinn hlekkur hér: Hestamannafélagið Sprettur

Nánar

Metamót Spretts 5.-7.sept

Hið stórskemmtilega Metamót Spretts fer fram 5.-7.september á Samskipavelli Spretts. Keppt er í gæðingakeppni á beinni braut ásamt, tölt og skeiðgreinum. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið á gæðingakeppninni þá eru farnar 4 ferðir á beinu brautinni, ekki er sýnt fet eða stökk. Í A-flokki er ein ferð á tölti,

Nánar
Scroll to Top