Hugmyndasmiðja fyrir uppbyggingu á Félagshesthúsi fyrir börn og unglinga.
Stjórn hmf. Spretts langar að bjóða félagsmönnum að koma að hugmyndavinnu/spjalli við undirbúning og skipulag á félagshesthúsi og kennsluhöll á félagssvæði Spretts.
Hugmynd stjórnar er að geta komið á samstarfi með báðum bæjarfélögunum um hvernig við getum nýtt okkar frábæru aðstöðu hér í Spretti til félagslegra úrræða og komið á samstarfi við skólana. Þannig getum við hjálpað til við að fleiri börn og unglingar komist í kynni við hesta og hestamennsku.
Er hægt að bjóða uppá valgreinar í grunnskólum, hvernig getum við nýtt hesta í félagslegri aðstoð, þjálfun fyrir fatlaða, þjálfun við að umgangast dýr, þetta snýst jú ekki bara um að fara á bak.
Þetta spjall snýst ekki um verkfræðilega hönnun sjálfs hússins heldu að þetta sé þarfagreining svo hægt verði að hanna húsið eftir því sem félagsmenn telja mikilvægt fyrir svona hús hjá okkur.
Við ætlum að hittast og spjalla mánudaginn 12.júní kl 20:00 í veislusal Spretts allir velkomnir.
Stjórn og framkvæmdastjóri.