Ragnhildur mun kenna einkatíma í Spretti á miðvikudögum frá kl.14:00-19:00. Námskeiðið samanstendur af 4 einkatímum sem eru kenndir eftirtalda daga; 14.des., 21.des., 11.jan og 18.jan. Kennt verður bæði í Samskipahöll og Húsasmiðjuhöll. Hver tími er 45mín.
Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem og á stórmótum. Ragnhildur er knapi í landsliði Íslands og hefur m.a. verið valin sem íþróttaknapi ársins 2020.
Verð fyrir fullorðna er 62.000kr
Verð fyrir yngri flokka er 52.000kr
Hér má finna vefverslun Spretts á Sportabler þar sem skráð er á námskeiðið;
sportabler.com/shop/hfsprettur