Skip to content

Vinna við hendi og hringteymingar – Grunnnámskeið

Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum. Grunnnámskeiðið er hugsað fyrir þá sem ekki hafa farið á námskeið hjá Hrafnhildi áður og fyrir þá sem hafa komið áður en vilja skerpa á vinnubrögðunum eða eru með nýjan hest sem kannast ekki við vinnubrögðin. Hver og einn kemur með eigin hest og búnað.
Kennt er á mánudögum, tímasetningar á bilinu 18:00-21:00, 4x skipti, 50 mín. hver tími. Kennt er 12.des., 19.des., 9.jan. og 16.jan.
Verð fyrir fullorðna er 23.000kr
Verð fyrir yngri flokka er 17.000kr

Hér má finna vefverslun Spretts á Sportabler með þeim námskeiðum sem er í boði;
sportabler.com/shop/hfsprettur