Framhaldsnámskeiðin bjóða upp á einstaklingsmiðaðri nálgun en haldið verður áfram með bæði vinnu í hendi og hringteymingar. Farið verður í fimiæfingar frá jörðu sem stuðla að því að auka sveigjanleika og styrk hestsins, ásamt aukinni nákvæmni í ábendingum knapa.
Einnig verður farið í meira krefjandi æfingar í hringteymingu sem stuðla að auknu jafnvægi og bættri líkamsbeitingu hestsins. Kynntar verða brokkspírur og hindranir á uppbyggilegan hátt, sem verða notaðar til að auka erfiðleikastig á einstaklingsmiðaðan máta.
Til að gæta jafnræðis meðal nemenda er ætlast til þess að þeir sem komi á framhaldsnámskeið hafi komið á námskeið til Hrafnhildar á undanförnum 2 árum. Hver og einn kemur með eigin hest og búnað. Kennt er á mánudögum, tímasetningar á bilinu 18:00-21:00, 4x skipti, 50 mín.
Verð fyrir fullorðna er 23.000kr
Verð fyrir yngri flokka er 17.000kr
Hér má finna vefverslun Spretts á Sportabler með þeim námskeiðum sem er í boði;
sportabler.com/shop/hfsprettur