Skip to content

Upphitun fyrir kvennatölt!

Þarftu að koma þér í gír fyrir Kvennatölt?!

Haldið verður undirbúningsnámskeið fyrir konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu þann 13.apríl nk. Reiðkennari verður Friðdóra Friðriksdóttir. Boðið verður upp á þrjú skipti í kennslu eftirfarandi daga;

Laugardaginn 6.apríl, tímasetningar í boði milli kl.13-17.
Mánudagurinn 8.apríl, tímasetningar í boði milli kl.17-21.
Miðvikudagurinn 10.apríl, tímasetningar í boði milli kl.17-21.

Kennt verður í einkatímum, 30mín hvert skipti, samtals 3 skipti.
Verð er 22.000kr. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og hefst laugardaginn 16.mars kl.12:00.
Hér er beinn hlekkur á skráninguna:

https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjgxNjY=

ATH! að „refresha“ þarf sportabler síðuna til að námskeiðin birtist, eða þá að skrifa nafn námskeiðsins „undirbúningur fyrir kvennatölt“ í leitarstiku.