Skip to content

Undirbúningsnámskeið Töltgrúppunnar

Er ætlað öllum konum og stelpum (18 ára og eldri) sem hafa áhuga á að vera með í Töltgrúppunni í vetur. Einnig er þetta námskeið gott fyrir konur sem vilja komast að því hvort þær séu komnar nægilega langt í sinni reiðmennsku til að taka þátt í stóra hópnum eða jafnvel fyrir reynslubolta að dusta rykið af sjálfum sér og hestum sínum.

Lögð er áhersla á ásetu, stjórnun og reiðleiðir á námskeiðinu.

Knapar þurfa að hafa góða grunnstjórn á hesti sínum sem og góða hraðastjórnun.

Kennt verður í 6-8 manna hópum í tveimur hólfum í Samskipahöll á miðvikudögum frá kl. 19:30 og er námskeiðið þrjú skipti (18.janúar, 25. Janúar og 1.febrúar). Kennar verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir.

Verð er 10.000kr.

Skráning er hafin á Sportabler; www.sportabler.com/shop/hfsprettur