Skip to content

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig!

Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur hefjast 16.janúar nk. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur.

Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta.

Námskeiðið hefst þann 16.janúar 2023, samtals 8 skipti og lýkur námskeiðinu 6.mars. Kennt verður á mánudögum, hver tími er 50mín, hámark 4 saman í hóp. Þrjár mismunandi tímasetningar eru í boði; 15:00,16:00 og 17:00. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3. Verð er 33.000kr.