Skip to content

Reiðnámskeið fyrir polla

Reiðnámskeið fyrir okkar allra yngstu og krúttlegustu Sprettara – pollanámskeið.

Kennt verður á laugardögum í Húsasmiðjuhöll/Samskipahöll. 35-40mín tímar, 5-6 knapar í hóp. Skipt verður upp í hópa eftir aldri og getu. Samtals 6 skipti. Kennari verður Hrafnhildur Blöndahl. Námskeiðið hefst laugardaginn 21.janúar. Tímasetningar í boði milli kl.10:00-12:00.

ATH! Hver og einn knapi þarf að mæta með sinn hest og allan búnað.

Námskeiðið er í boði Æskulýðsnefndar Spretts, og er því frítt fyrir unga Sprettara. Æskulýðsnefnd hefur ánafnað hluta af ágóða af sölu íþróttafatnaðar sl. sumar til pollastarfs Spretts og því er hægt að bjóða upp á námskeiðið frítt. Það er þó nauðsynlegt að skrá sig í gegnum Sportabler til að tryggja sér sæti.

Skráning er opin;

www.sportabler.com/shop/hfsprettur