Námskeið fyrir yngri flokka (börn, unglinga og ungmenni 10-21 árs) þar sem lögð verður áhersla á þjálfun gangtegunda, og ef knapar vilja undirbúið fyrir keppni.
Reiðkennarinn Vigdís Matthíasdóttir hefur getið sér gott orð fyrir kennslu og þá sérstaklega hjá yngri flokkum.
Spennandi námskeið fyrir unga sprettara sem vilja bæta hestinn sinn og sjálfan sig.
Kennt verður í 40mín einkatímum á þriðjudögum í Samskipahöll. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 17.janúar nk. Samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði milli kl.16:00-20:00. Verð er 51.500kr.
Skráning er opin á Sportabler; www.sportabler.com/shop/hfsprettur