Skip to content

Hestamennsku námskeið vetur/vor 2023

Vinsælu hestamennsku námskeiðin halda áfram í janúar og verða kennd fram á vor. Námskeiðið hefst sunnudaginn 22.janúar nk. Kennt er á tímabilinu kl.15:00-17:00, samtals 8 skipti. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu. Þátttakendur þurfa að hafa náð 10 ára aldri og mæta með sinn eigin hest.  

Áherslur námskeiðsins eru; áseta og stjórnun, gangtegundir, undirbúningur fyrir létta keppni og munsturreið. Líkt og áður býðst hópnum að setja saman atriði fyrir Dymbilvikusýningu Spretts sem haldin er fyrir páska ár hver. Auk þess verður lögð áhersla á að fara í leiki og hafa gaman.

Kennarar námskeiðsins eru þær Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Vala Sigurbergsdóttir.

Verð er 23.000kr. Hægt er að nýta frístundastyrkinn.
Skráning er opin í vefverslun Spretts í Sportabler; www.sportabler.com/shop/hfsprettur