Skip to content

Gæðingafimi námskeið

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem langar að bæta skilning sinn og getu á gæðingafimi. Eins gæti það hentað þeim knöpum sem langar að læra hvernig þeir geta notað hinar ýmsu æfingar til að mýkja hesta sína og bæta þá á gangtegundum. Kennt verður í 4 manna getuskiptum hópum í 45 mínútna reiðtímum og styttri einkatímum, að auki verða 2 bóklegir tímar og sýnikennsla. 

Knapar verða að hafa hraðastjórn og stefnustjórn á hestum sínum. 

Kennt verður dagana 28. janúar, 4. og 5., 11 og 12. & 19. febrúar frá kl. 17:15 í Samskipahöllinni.

Að loknu námskeiðinu verður haldið gæðingafimimót sunnudaginn 26.febrúar.

Kennarar eru Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Vala Sigurbergsdóttir, báðar eru þær útskrifaðir reiðkennarar frá Hólum.

Verð fyrir yngri flokka er 39.000kr
Verð fyrir fullorðna er 45.000kr
Skráning er hafin í Sportabler; www.sportabler.com/shop/hfsprettur