Skip to content

Járninganámskeið

Járninganámskeið í Samskipahöllinni í Spretti helgina 27.-29.janúar nk. 
Kennarar verða þau Caroline Aldén og Sigurgeir Jóhannsson sem hafa járningar að fullri atvinnu.

Caroline er frá Svíþjóð og hefur búið að íslandi síðan 2010 og hefur lokið 3.ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð, Sigurgeir lauk námi frá sama skóla vorið 2021. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma.

Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum til topp keppnins og kynbótahrossa. Caroline starfar einnig sem járningakennari á hestabraut í Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Námskeiðið hefst á föstudegi á bóklegum tíma kl.17:30 og svo verður farið í sýnikennslu. Í bóklega tímanum á föstudag er hópnum skipt í tvennt fyrir verklega tíma sem haldnir eru laugardag og sunnudag. Helmingur hópsins mætir fyrir hádegi, kennt 9-12, og helmingur mætir eftir hádegi, kennt 13-16. 

Hver og einn þátttakandi kemur með sinn hest og járningaáhöld. Innifalið eru skeifur, skaflar og fjaðrir. 

Verð fyrir hvern þátttakenda er 24.000kr
Skráning er hafin á sportabler;
www.sportabler.com/shop/hfsprettur