Skip to content

Tilkynning um niðurfelling gæðingaskeiðs í Áhugamannadeild Equsana

Vegna veðurs og aðstæðna hefur stjórn áhugamannadeildar Equsana ákveðið að fella niður fjórðu keppnisgrein mótaraðarinnar, gæðingaskeið, sem halda átti nk. laugardag.

Mótaröðin í ár verða því fjórar greinar, eins og síðastliðið ár, sem telja til einstaklings- og liðakeppni. Búið er að keppa í fjórgang, fimmgang og slaktaumatölti.

Lokamótið verður haldið fimmtudaginn 17. mars og er staðan í deildinni hrikalega spennandi og hvetjum við alla til mæta á staðinn og gæða sér á veitingum fyrir mót.

Kveðja,
stjórn áhugamannadeildar Equsana