Skip to content

Rýming malarplans vestan við Markaveg

Sprettarar vinsamlega athugið!!

Vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí næstkomandi og tónleika Andrea Bocelli í Kórnum þann 21. maí er þörf á að nýta bílastæðin vestan við Markaveg fyrir kjósendur og gesti í Kórnum þessa daga.

Undirbúa þarf svæðið áður en til þessa atburða kemur og því er óskað eftir því að hestamannafélagið Sprettur komi því áfram á sína félagsmenn að fjarlægja kerrur og annað sem þeim kunni gæta tilheyrt, af stæðinu fyrir mánudaginn 9. maí 2022, að öðrum kosti gæti komið til þess að Kópavogsbær þyrfti að fjarlægja þessa hluti á kostnað eiganda þeirra.

Bent er á svæði vestan og austan við reiðhöll sem merkt er með grænu á yfirlitsmynd.

Kveðja

Birkir Rútsson

Deildarstjóri Gatnadeildar

ATH

Ekki er heimilt að geyma, tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi á þessum svæðum.