Skip to content

Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu

Þriðjudaginn 21.júní kl.16:00 verður farið í skoðunarferð á landsmótssvæðið á Hellu með yngri flokkum Spretts.

Mótssvæðið verður skoðað, Íþróttamaður Spretts Jóhann Kr. Ragnarsson mun hitta hópinn og sýna eitt prógramm á vellinum ásamt því að spjalla stuttlega við hópinn.

Á heimleiðinni verður stoppað í kvöldmat. Farið verður með rútu. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina eigi síðar en mánudaginn 20.júní. Hittumst við Samskipahöllina kl.15:50, lagt af stað 16:00. Áætluð heimkoma er um 22:00.

Skráning fer fram með því að setja „going“ við viðburðinn á Fb, sjá hlekk á viðburðinn hér;
https://www.facebook.com/events/426260212680456/?ref=newsfeed

Þeir sem eru ekki á facebook geta sent póst á fraedslunefnd@sprettarar.is í síðasta lagi 20.júní nk.