Skip to content

Páskafjör Spretts!

Sprettarar munu halda uppi stuðinu um páskana og verður nóg um að vera!

Þann 13.apríl verður Dymbilvikusýning Spretts.
Þann 15.apríl, föstudaginn langa, verður Þrauta- og leikjadagurinn haldinn í Spretti.
Þann 18.apríl, annan í páskum, verður haldinn ratleikur um hesthúsahverfi Spretts.

15.apríl, föstudaginn langa, verður Þrauta- og leikjadagurinn haldinn í Spretti.

Hefst skemmtunin klukkan 11:00 og stendur til ca.13:00/13:30 í Samskipahöllinn. Byrjað verður á
þrautabraut þar sem þátttakendur fara á hestunum sínum í gegnum ýmsar þrautir. Við hvetjum
alla krakka til að mæta í grímubúningum og með hesta. Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn
og besta tímann í hverjum flokki. Flokkarnir eru pollar teymdir, pollar ríðandi, börn og unglingar.
Allir sem taka þátt fá páskaegg í þátttökuverðlaun.
Að lokinni þrautabraut, ca.kl.12:00/12:30, verður farið í ýmsa skemmtilega leiki án hesta. Við
hvetjum systkini, foreldra, ömmur og afa að vera með 
Vinsamlegast skráið mætingu með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan og skrá nafn og aldur
þátttakanda í umræðu/comments svo hægt sé að gera ráð fyrir fjölda páskaeggja;
https://www.facebook.com/events/677247816818944/?active_tab=discussion

18.apríl, annan í páskum, verður haldinn ratleikur um hesthúsahverfi Spretts (Svæðið er ca.
Heimsendi, nýja hverfið, Samskipahöllin).

Ratleikurinn er hugsaður fyrir börn, unglinga og
ungmenni sem geta riðið út sjálf og stýrt sínum hestum sjálf. Foreldrum er auðvitað velkomið að
ríða með þeim og vera þeim innan handar en ætlast er til að þau leysi þrautirnar sjálf 
Ratleikurinn hefst kl.11:00, mæting er við austurgafl Samskipahallarinnar og þá verða leikreglur
útskýrðar nánar. Veitt verða verðlaun í hverjum flokki. Flokkarnir eru pollar, börn og unglingar.
Vinsamlegast skráið þátttöku í ratleiknum með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan með því
að skrá nafn og aldur í umræðu/comments;
https://www.facebook.com/events/344774877712141/?active_tab=discussion
Þátttaka í Þrauta- og leikjadeginum og ratleiknum er ókeypis fyrir alla Sprettara.