Kvennatöltsnámskeið

Stefnir þú á þátttöku í Kvennatölti Spretts 2025, þá er þetta námskeiðið fyrir þig!

Undirbúningsnámskeið fyrir Kvennatölt verður haldið fyrir konur, 18 ára og eldri.

Námskeiðið hefst 24. febrúar og lýkur Samtals 6 skipti. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll og Samskipahöll. Reiðkennari er Friðdóra Friðriksdóttir. Kennt verður í 20mín einkatímum hvert skipti þar sem aðaláherslan verður lögð á tölt og undirbúning fyrir keppni í Kvennatöltinu 2025. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver og einn mætir 10-20mín fyrr, hitar upp í hólfinu þar sem kennslan fer fram svo að hestur og knapi séu tilbúnir þegar þeirra tími hefst. Hver tími er því um 30-40mín. Í síðasta tímanum, mætir einnig dómari ásamt reiðkennara, og gefur góða punkta.

Athugið að það eru aðeins mismunandi tímasetningar á reiðtímunum og mismunandi reiðhallir. Allar tímasetningar verða settar inn í abler appið hjá hverri og einni.

Mánudagurinn 24. febrúar í Samskipahöll hólf 2 kl.17:30-20:30 Mánudagurinn 3.mars í Samskipahöll hólf 2 kl.17:30-20:30 Sunnudagurinn 9.mars í Húsasmiðjuhöll kl.10-13
Mánudagurinn 17.mars Samskipahöll hólf 2 kl.17:30-20:30
Mánudagurinn 24.mars Samskipahöll hólf 2 kl.17:30-20:30
Mánudagurinn 31.mars Húsasmiðjuhöll kl.16:00-19:00
Mánudagurinn 7.apríl Samskipahöll öll höllin kl.17:30-20:30

Tími nr. 1 er fyrstur í röðinni og tími nr. 9 er síðastur í röðinni. Allar tímasetningar verða settar inn í abler appið hjá hverri og einni.

Verð er 47.000kr. Skráning er opin á abler.io

Beinn hlekkur á skráningu hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzgxNzU=

Scroll to Top