Lið Vörðufells

Nú þegar einungis tveir dagar eru í að Samskipadeildin, Áhugamannadeild Spretts 2025, fari af stað kynnum við til leiks lið Vörðufells.
Liðið kemur nýtt inn í deildina í vetur og er skipað hressum konum á höfuðborgarsvæðinu og bjóðum við þær velkomnar í deildina.
Anna Vilbergsdóttir er liðsstjóri. Ragnar Stefánsson er þjálfari liðsins sem er jafnframt liðsmaður Trausta sem einnig tekur þátt íSamskipadeildinni, greinilegt að öll dýrin í skóginum eru vinir.

Anna Vilbergsdóttir, Hestamannadélaginu Spretti, 66 ára, 177 ára, Meyja
Esther Ósk Ármannsdóttir, Hestamannadélaginu Spretti, 53 ára, 160 cm, Meyja
Kolbrún Kristín Birgisdóttir, Hestamannafélaginu Fáki, 52 ára, 170 cm, Hrútur
Guðrún Randalín Lárusdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, 47 ára, 173 cm, Krabbi
Harpa Kristjánsdóttir, Hestamannadélaginu Spretti, 64 ára, 172 cm, Tvíburi

Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,
Instagram.com/ahugamannadeildspretts
facebook.com/ahugamannadeildin

Scroll to Top