Skip to content

Íþróttagallar Spretts

Loksins mun hestamannafélagið Sprettur bjóða félagsmönnum sínum til kaups íþróttagalla félagsins. Það er æskulýðsnefnd félagsins sem mun sjá um sölu íþróttagallanna og mun allur ágóði af þeim renna til uppbyggingar æsku félagsins.

Íþróttagallinn mun vera samsettur af hálfrenndri peysu og íþróttabuxum. Einnig verður hægt að kaupa rennda hettupeysu. Gallinn verður keyptur af Macron, sem sérhæfir sig í íþróttafatnaði og þjónustar einnig mörg önnur íþróttafélög. Framtíðarsýn okkar er að íþróttagallinn sé kominn til að vera og verður hægt að kaupa hann ár eftir ár.

Það er von okkar að sem flestir félagsmenn munu fjárfesta í slíkum íþróttagalla og því er auglýsingagildi hans mikið.

Athugið að auglýsingarnar munu gilda í rúm tvö ár, til haustsins 2024. Semsagt yfir tvö landsmót og þar á meðal landsmótið í Spretti 2024. Íþróttagallarnir verða auglýstir til mátunar og sölu í maí og til afhendingar um miðjan/lok maí.

Áhugasamir auglýsendur hafi samband við fraedslunefnd@sprettarar.is fyrir 7.maí nk.