Skip to content

Hópreið á LM 2022

Smá tilkynning frá LM2022 vegna hópreiðar
Kæru félagar.
Þá fer að líða að setningarathöfn Landsmóts 2022 á Hellu.
Hópreiðin er stór partur af setningarathöfninni og verður gaman sjá alla þá þátttakendur sem mæta í félagsbúningum eða prúðbúnir með sínum Hestamannafélögum.

Það er ótakmarkaður fjöldi frá hverju félagi, þar sem hópreiðin fer fram á stóravellinu þá er nægt pláss fyrir alla.

Það er hugmyndin að hafa 4 saman í breiðfylkingu og einn með félagsfána fyrir fram. (Fer allt eftir fjölda hvers félagsmanna hvernig verður raðaða upp hjá hverju félagi).
Gert er ráð fyrir fjölda manns og því verður margt um manninn með hestakerrur á svæðinu.

Það er hægt að koma ríðandi frá hesthúshverfinu á Hellu fyrir þá sem vilja leggja þar. Eins verður aukabílastæði notað fyrir kerrur og er það staðsett við endan á tjaldsvæðinu nær Rangárhöllinni.

Það verður raðað upp við reiðhöllina og síðan riðið yfir mönina og inn á Stóravöllinn. Þar fara fram ræður og setning mótsins. Síðan verður tekinn hringur á vellinum og riðiði útaf.

Áætlað er að setningarathöfnin hefjist kl. 19.20 fimmtudaginn 7. júlí og er þá er gott að vera kominn 18:20.
Þorvarður Helgason
660-4606
Hópreiðastjóri

 

Ef einhverjum Spretturum vantar merki í jakkann sinn þá er hægt að hafa samband við Lilju í síma 620-4500 eða á [email protected]