Skip to content

Hestamannafélagið Sprettur og 66°N í samstarf, tilboð fyrir LM 2022

Æskulýðsnefnd Spretts hefur samið við 66° Norður og ætlar að bjóða upp á merktan fatnað fyrir Sprettara.

Í boði er að panta á sérstöku tilboðsverði bæði jakka og vesti í barna og fullorðinsstærðum. Einnig verður í boði að panta húfur og eyrnabönd merkt Spretti. Merking á flíkum verður grá/silfur

Salan er fjáröflun fyrir Æskulýðsnefndina og munu tekjur af sölunni nýtast til að efla krakkana í félaginu.

Boðið verður uppá mátun í veislusal Spretts helgina 3-5 júní á meðan úrtaka fyrir LM og gæðingamót Spretts fer fram, tímasetning verður auglýst þegar að nær dregur.

 

Verð fyrir Sif jakka í barnastærð (92-164) Svart
14.700 með merkingu

 

Verð fyrir Sif vesti í barnastærð (92-164) Svart
11.900 með merkingu

 

Verð fyrir Vatnajökul Polartec jakka kk og kvenna (stærðir S-3XL) 
24.000 með merkingu

 

Verð fyrir Vatnajökul Polartec vesti 
28.000 með merkingu

 

Verð fyrir húfu svört
3.300 með merkingu

 

Verð fyrir eyrnaband 3 litir í boði
1.900 með merkingu