Skip to content

Gæðingamót Spretts – Úrtaka fyrir Landsmót 2022 og opin töltkeppni

 

Gæðingamót Spretts – Úrtaka fyrir Landsmót 2022 ásamt opinni töltkeppni T1 fer fram dagana 3. til 6.júní næstkomandi.

Skráning á mótið verður auglýst síðar.

Gæðingakeppnin er lokuð þar sem um úrtöku fyrir Landsmót er að ræða en töltkeppnin opin.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tvöfalda úrtöku og verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

• Föstudagur 3.júní – A og B flokkar áhugamanna og forkeppni T1.
• Laugardagur 4.júní – Barnafl, Unglingafl, Ungmennafl. A og B flokkar og úrslit T1.
• Sunnudagur 5. júní – Úrslit Gæðingakeppni og Pollaflokkur
• Mánudagu 6. júní, Seinni umferð í gæðingakeppni

Ekki er hægt að skrá hesta eða knapa í seinni umferð hafa þeir ekki tekið þátt í þeirri fyrri.

Skráning í seinni umferð er valkvæð og verður skráning opin sunnudaginn 5. júní frá 08:00 til 18:00.

Inn á Landsmót gildir betri árangur hests eða knapa úr fyrri eða seinni umferð.

A og B flokkar áhugamanna gilda ekki inn á Landsmót.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:
• A flokkur Gæðinga
• B flokkur Gæðinga
• Ungmennaflokkur
• Unglingaflokkur
• Barnaflokkur
• Pollaflokkur teymdir og Pollaflokkur ríða sjálfir
• A flokkur áhugamanna
• B flokkur áhugamanna
• Tölt T1

Drög að dagskrá

Föstudagur 3.6
18.00 B-fl áhugamanna
19:40 A-fl áhugamanna
21:00 Tölt T1 forkeppni

Laugardagur 4.6
9:00 Barnaflokkur
10:30 Unglingafl
12:00 Matarhlé
12:45 B-Flokkur
14:45 Kaffihlé
15:00 Ungmenni
16:30 A-Flokkur
19:00 T1 Úrslit

Sunnudagur 5.6
12.30 Pollaflokkur
13.00 A úrslit barnaflokkur
13.40 A úrslit ungmennaflokkur
14.20 A úrslit unglingaflokkur
15.00 A úrslit B – flokkur áhugamenn
15.40 A úrslit B – flokkur
16.20 A úrslit A – flokkur áhugamenn
17.00 A úrslit A – flokkur

Mánudagur 6.6
Seinni umferð.
Dagskrá fer eftir skráningu.