Skip to content

Gæðingamót Spretts – Úrtaka fyrir Landsmót 2022 og opin töltkeppni, skráning opin

Gæðingamót Spretts – Úrtaka fyrir Landsmót 2022 ásamt opinni töltkeppni T1 fer fram dagana 3. til 6.júní næstkomandi.

Skráning er opin og lýkur mánudagskvöldið 30.maí

Skráningargjöld eru eftirfarandi
A og B flokkar 6500kr
T1 6500kr
100m skeið 5000kr
Börn, unglingar ungmenni 4500kr

Gæðingakeppnin er lokuð þar sem um úrtöku fyrir Landsmót er að ræða en töltkeppnin opin.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tvöfalda úrtöku og verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

• Föstudagur 3.júní

A og B flokkar áhugamanna og forkeppni T1.

• Laugardagur 4.júní –

Barnafl, Unglingafl, Ungmennafl. A og B flokkar og úrslit T1.

• Sunnudagur 5. júní 

100m skeið. Úrslit Gæðingakeppni og Pollaflokkur

• Mánudagu 6. júní

Seinni umferð í gæðingakeppni

Ekki er hægt að skrá hesta eða knapa í seinni umferð hafa þeir ekki tekið þátt í þeirri fyrri.
Skráning í seinni umferð er valkvæð og verður skráning opin sunnudaginn 5. júní frá 08:00 til 18:00.

Inn á Landsmót gildir betri árangur hests eða knapa úr fyrri eða seinni umferð.
A og B flokkar áhugamanna gilda ekki inn á Landsmót.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:
• A flokkur Gæðinga
• B flokkur Gæðinga
• Ungmennaflokkur
• Unglingaflokkur
• Barnaflokkur
• Pollaflokkur teymdir og Pollaflokkur ríða sjálfir
• A flokkur áhugamanna
• B flokkur áhugamanna
• 100m skeið
• Tölt T1

Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður gæðingur mótsins valinn sem og knapi mótsins.

Svansstyttan er veitt Sprettsfélaga sem klæðist félagsbúningi Spretts á mótum og þykir ávallt vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests, utan vallar sem innan.

Svanstyttan er veitt til heiðurs Svani Halldórssyni, stofnfélaga Gusts og síðar Spretts. Svanur hefur ávallt lagt mikið upp úr því að vera prúðbúinn, snyrtilegur og á vel hirtum hesti.

Topphestastyttan er veitt í minningu Jónínu Guðbjörgu Björnsdóttur í Topphestum. Þau verðlaun eru veitt knapa í yngri flokkum sem mætir til keppni á vel hirtum hesti og sýnir góða reiðmennsku.

Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.

Áhugasamir setji sig í samband við mótanefndina motanefnd@sprettarar.is

Drög að dagskrá

Föstudagur 3.6
18.00 B-fl áhugamanna
19:40 A-fl áhugamanna
21:00 Tölt T1 forkeppni

Laugardagur 4.6
9:00 Barnaflokkur
10:30 Unglingafl
12:00 Matarhlé
12:45 B-Flokkur
14:45 Kaffihlé
15:00 Ungmenni
16:30 A-Flokkur
19:00 T1 Úrslit

Sunnudagur 5.6

11:00 100m skeið
12:30 Pollaflokkur
13:00 A úrslit barnaflokkur
13:40 A úrslit ungmennaflokkur
14:20 A úrslit unglingaflokkur
15:00 A úrslit B – flokkur áhugamenn
15:40 A úrslit B – flokkur
16:20 A úrslit A – flokkur áhugamenn
17:00 A úrslit A – flokkur

Mánudagur 6.6
Seinni umferð.
Dagskrá fer eftir skráningu.