Skip to content

Fréttir

merki

Losun taðkara

Nú er kominn sá tími þar sem margir sleppa hestunum sínum í sumarhagana. Félagið mun áfram bjóða uppá losun taðkara hjá þeim sem nýta sér þá þjónustu og verða með hross áfram á húsi. Þeir sem ekki ætla að nýta sér þjónustuna í sumar og/eða haust verða að láta vita og segja upp þjónustunni með því að senda tölvupóst á [email protected]. Leigugjald verður rukkað þangað… Read More »Losun taðkara

Reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Öryggisupplifun knapa

Á neðangreindum hlekk er hægt að lesa skýrslu um öryggisupplifun knapa og samspil við aðra útivistahópa á reiðleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að um 10.000 manns hið minnsta stundi hestamennsku að staðaldri á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru allir iðkendur hestamennsku skráðir í hestamannafélag. Þar að auki er fjöldi barna í reiðskólum og ferðamenn í hestaleigum sem erfitt er að henda reiður á. Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt… Read More »Öryggisupplifun knapa

Liðsstyrkur

Það eru fjölmörg verkefni á borði stjórnar þessa dagana þar sem framkvæmdarstjórinn okkar er í leyfi. Eitt af þeim verkefnum er utanumhald um kynbótasýningarnar sem verða í Spretti í sumar. Stjórn hefur leitað til Erlu Guðnýjar Gylfadóttur að aðstoða sig við framkvæmd og utanumhald á kynbótasýningum Spretts í fjarveru framkvæmdastjóra. Erla hefur víðtæka reynslu tengt kynbótasýningum og hefur bæði verið sýningarstjóri og þulur á slíkum… Read More »Liðsstyrkur

Æskulýðsreiðtúr

Þriðjudaginn 4.júní stendur Æskulýðsnefnd Spretts fyrir reiðtúr og grilli fyrir unga Sprettara. Mæting er við Samskipahöllina kl.17:30. Reiðtúrinn er ætlaður börnum og unglingum 8 ára og eldri sem eru vel hestfær. Foreldrar mega endilega ríða með börnum sínum og mælt er með því að foreldrar/forráðamenn ríði með ef börnin eru ekki alveg örugg. Farin verður ca. klst reiðtúr um Heiðmörkina. Að loknum reiðtúr verður boðið… Read More »Æskulýðsreiðtúr

undirburður

Undirburður fyrir Sprettara

Nú er sumarið komið og margir farnir að huga að því að sleppa hestunum í græna grasið. Einnig erum við í Spretti farin að huga að því að taka inn síðustu pantanir frá félagsmönnum í spæni frá Fóðurblöndunni. Við ætlum að hafa 15 júní síðasta pöntunardag á spæni hjá félaginu eða meðan birgðir endast og mun Hafþór keyra pantanir til félagsmanna. Hægt er að panta… Read More »Undirburður fyrir Sprettara

Rekstrarhringur

Breytt fyrirkomulag – rekstrarhringur í Spretti 

Í vor var opnað aftur fyrir rekstur á reiðgötum félagsins. Til þess að hrossin hlaupi í rekstrinum er í einhverjum tilfellum notaður bíll og keyrt á eftir stóðinu og jafnvel flauta bílsins notuð. Nokkuð magn af kvörtunum hefur borist stjórn vegna rekstrarhringsins og höfum við borið málið undir reiðveganefnd. Ljóst er að sjónarmiðin í þessu eru mörg og erfitt er að gera öllum til geðs… Read More »Breytt fyrirkomulag – rekstrarhringur í Spretti 

Hesthúsapláss á Landsmóti

Eins og allir Fáks- og Sprettsfélagar vita þá styttist í Landsmót. Fákur og Sprettur riðu á vaðið með sínar gæðingaúrtökur síðastliðna helgi og fara úrtökur annarra félaga fram næstu helgar. Við ætlum að taka vel á móti keppendum og reyna eftir fremsta megni að útvega þeim pláss fyrir sín keppnishross. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að starfsmaður LM, Vilfríður Fannberg, mun taka á móti umsóknum… Read More »Hesthúsapláss á Landsmóti

Undirbúningur fyrir Landsmót

Undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir unga Sprettara! Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir Landsmót fyrir þá knapa sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti fyrir hönd yngri flokka Spretts. Kennt verður á miðvikudögum frá kl.15-21. Hver og einn bókar sig á ákveðinn tíma sem helst út allt námskeiðið. Kennt í einkatímum, 25mín hver tími (3-4 skipti), auk 2-3 skipta í aðstoð á Landsmóti.… Read More »Undirbúningur fyrir Landsmót

Úrslit frá gæðingamóti Spretts 2024

Gæðingamót og úrtaka Spretts fyrir Landsmót 2024 fór fram sl.  helgi. Forkeppni fór fram á laugardag en boðið var uppá tvær umferðir þar sem seinni umferðin var á mánudag. Úrslitin fóru fram í blíðskapar veðri á sunnudag. Margar glæsilegar sýningar sáust í öllum úrslitum og það verður gaman að fylgjast með fulltrúum Spretts á komandi Landsmóti. Sigurvegari A flokks var Rauðskeggur frá Kjarnholtum 1 með… Read More »Úrslit frá gæðingamóti Spretts 2024

Seinni umferð úrtöku – Dagskrá og ráslistar

Seinni umferð úrtökur Spretts fyrir Landsmót 2024 fer fram í dag. Dagskrá 17:00 Barnaflokkur 17:30 Unglingaflokkur 17:55 Ungmennaflokkur 18:05 Hlé 18:20 B flokkur 19:50 A flokkur Ráslistar Nr. Knapi Hestur Faðir MóðirA flokkur Gæðingaflokkur 11 Þórunn Kristjánsdóttir Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 Tenór frá Túnsbergi Frigg frá Hárlaugsstöðum 2 B flokkur Gæðingaflokkur 11 Hafþór Hreiðar Birgisson Kolli frá Húsafelli 2 Kolfinnur frá Sólheimatungu Mokka frá Staðartungu2… Read More »Seinni umferð úrtöku – Dagskrá og ráslistar