Fréttir og tilkynningar

Óskað eftir árangri kynbótahrossa

Hrossaræktarnefnd Spretts auglýsir eftir árangri kynbótahrossa árið 2025 ræktuð af félagsmönnum. Verðlaun eru veitt fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki. Allir skuldlausir félagsmenn eru beðnir að skila inn árangri sinna hrossa fyrir 15. október á netfangið: au*****************@***il.com

Nánar

Fréttir frá Reiðveganefnd Spretts

Sumri hallar hausta fer og því ekki úr vegi að fara lauslega yfir nýframkvæmdir og endurbætur sem Reiðveganefnd Spretts hefur staðið fyrir síðustu misseri. Á allmörgum stöðum hefur verið bætt við yfirborðsefni í stígakerfi félagsins þar sem brýnust var þörfin. Þeir staðir eru á meðfylgjandi korti merktir gulir: 1 )

Nánar

Haustfréttir frá Stjórn Spretts 

Nú þegar haustið er gengið í garð viljum við í stjórn Spretts líta yfir farinn veg draga saman helstu verkefni sumarsins. Áhersla á bættan rekstur Stjórn hefur haldið vel um taumana á fjármálunum sem af er ári með góðum árangri fyrir félagið okkar. Skipulagsmál komu inn á borð stjórnar um

Nánar

Tveir ungir Sprettarar hljóta styrk úr afrekssjóði Garðabæjar

Herdís Björg Jóhannsdóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir hlutu nú á dögunum styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Þær hafa báðar staðið framarlega á keppnisvellinum síðastliðið keppnistímabil og Herdís tók m.a. þátt á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins nú í sumar. Við óskum þessum ungu Spretturum innilega til hamingju með styrkinn!

Nánar

Ungir Sprettarar í skemmtiferð á Skáney í Borgarfirði!

Um síðustu helgi héldu ungir Sprettarar í skemmtilega helgarferð á Skáney í Borgarfirði, þar sem bæði hestamennska og félagslíf blómstraði. Ferðin var hluti af öflugu starfi félagsins fyrir yngri iðkendur og vakti ferðin mikla lukku hjá þátttakendum. Hópnum var skipt í tvennt, eldri og yngri hópur. Eldri hópurinn var í

Nánar

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið með Robba Pet hefst á mánudaginn. Enn er laust pláss og hægt að bætast við. Lausar tímasetningar kl.17, 18, 19 og 20. Skráning fer fram á abler.io – beinn hlekkur hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDU4ODU= Fyrsti bóklegi tíminn verður haldinn mánudaginn 29.september kl.19:00. Nánari upplýsingar má fá hjá ro***@****ar.is eða th*****@******ur.is

Nánar
Scroll to Top