Skip to content

Fréttir

Miðbæjarreið frestað

Þeirri skemmtilegu hefð að hestamenn á höfuðborgarsvæðinu fari um miðbæinn í sumarbyrjun og sýni gestum og gangandi fallegu fákana sína verður viðhaldið í sumar. Reiðin var áætluð 28. maí en frestast vegna framkvæmda efst á Skólavörðuholtinu. Ný tímasetning er ekki komin á hreint en upplýsingar um nýja tímasetningu verður birt von bráðar. Vonumst til að þeir Sprettarar sem búnir voru að skrá sig í reiðina… Read More »Miðbæjarreið frestað

Gæðingamót Spretts 2024 – Dagskrá og ráslistar

Gæðingamót Spretts og úrtaka fyrir Landsmót 2024 verður haldið á Samskipavellinum um helgina, 25. og 26. maí. Mótið hefst kl. 9 á laugardagsmorgun og verður forkeppni í öllum flokkum á laugardag. Á sunnudag verða A úrslit í öllum flokkum auk þess sem boðið verður uppá pollaflokk. Skráning í pollaflokk fer fram í meðfylgjandi skjali: https://docs.google.com/spreadsheets/d/17gGlneUrgcAdEJuqbHx818r1PLlMN9inipgYcHX1JV8/edit?usp=sharing Dagskrá og ráslista mótsins má sjá í Horseday appinu en… Read More »Gæðingamót Spretts 2024 – Dagskrá og ráslistar

Lilja í leyfi

Kæru félagsmenn, Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spretts hefur farið í leyfi frá störfum vegna persónulegra mála. Stjórn biðlar til félagsmanna að veita Lilju svigrúm í leyfinu. Tölvupóstar sem hafa verið að berast Lilju á sprettur@sprettarar.is verða áframsendir á Stjórn félagsins, á netfangið stjorn@sprettarar.is. Símtöl sem berast í síma Lilju, 620-4500 verður reynt að svara eftir bestu getu af stjórn. Hvetjum félagsmenn til að senda allar fyrirspurnir… Read More »Lilja í leyfi

Siðareglur ISI

Fréttir frá stjórn

Nú er vorið komið og aldrei skemmtilegra að ríða út á öllum frábæru reiðleiðunum sem við í Spretti erum svo heppin að hafa í okkar umsýslu. Framundan er sumarið og blóm í haga. Við lítum til baka á frábæran og árangursríkan vetur þar sem félagmenn tóku höndum saman í allskonar störfum. Ný stjórn hefur sett sig inn í fjölbreytt mál og hefur framkvæmdastjóri ásamt yfirþjálfara… Read More »Fréttir frá stjórn

Skráning á gæðingamót Spretts 2024

Gæðingamót Spretts verður haldið dagana 24-27. maí 2024 á félagssvæði Spretts. Mótið ereinnig úrtaka fyrir Landsmót 2024. SkráningSkráning fer fram í gegnum Sportfeng og verður opin til miðnættis mánudagskvöldið 20.maí. Skráningargjöld: Allar afskráningar skulu fara fram í gegnum netfangið motanefnd@sprettarar.is Boðið verður upp á seinni umferð úrtöku sem haldin verður mánudagskvöldið 27. maí.Skráning í seinni umferð er valkvæð. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að… Read More »Skráning á gæðingamót Spretts 2024

Sveita helgarferð ungra Sprettara

Helgina 1.-2.júní nk. ætla ungir Sprettarar að leggja land undir fót og halda af stað í sveitaferð. Þema helgarinnar verður útreiðar, sund, gleði, grill, leikir og gaman. Æskulýðsnefnd býður börnum og unglingum heim að Flagbjarnarholti, í Landssveit, helgina 1.-2.júní. Miðað er við lágmarksaldur 10 ára á árinu og að knapar séu orðnir vel hestfærir. Foreldrar eru velkomnir með og lagt er til að foreldrar ríði… Read More »Sveita helgarferð ungra Sprettara

Stjörnuhlaupið 18.maí 2024

Í samstarfi við hlaupahóp Stjörnunnar hefur stjórn Spretts gefið leyfir fyrir því að Stjörnuhlaupið 2024 fari fram á hluta af hestastígum sem er á hlaupaleiðinni (sjá kort neðan) og að þeir verði lokaðir um tíma á meðan hlaupinu stendur.  Þessi hluti hestastígs er þegar komið er ofan af Sandahlíð rétt fyrir ofan Guðmundarlund og að Skátaheimilinu í Garðabæ.  Þetta er 1,9km kafli.   Hér er… Read More »Stjörnuhlaupið 18.maí 2024

Viðtal við formann Spretts í Morgunblaðinu

Í byrjun apríl, skömmu eftir aðalfund Spretts, mætti Morgunblaðið í hesthúsið til nýkjörins formanns Spretts. Tilgangurinn var að taka viðtal við Jónínu, spjallaði um hestamennskuna og það sem er framundan í Spretti. Það er verðmætt að fá umfjöllun um félagið okkar og hestamennskuna í fjölmiðlum, en fyrir áhugasama má sjá viðtalið hér: Einnig er hægt að finna fréttina á greinasafni mbl.is

Rekstrarhringur

Rekstur hrossa í Spretti

Nú er vor í lofti og mikill hugur er í Spretturum að nýta rekstarhringi Spretts af miklum móð. Tveir hringir eru í boði og biðjum við alla notendur að fara með gát þegar rekið er. Af gefnu tilefni þurfum við að minna á reglur um hvenær megi reka hross á gamla gæðingavellinum í Spretti. Undanfarið hafa okkur borist margar kvartanir vegna óþæginda sem reiðmenn verða… Read More »Rekstur hrossa í Spretti

Mátun mátun! Jakkar jakkar!

Allra síðasta mátun á jökkum fyrir unga Sprettara verður Í DAG, miðvikudaginn 15.maí, kl.17:30-19:00 við sjopputurninn á keppnisvellinum! Í boði eru TopReiter jakkar, Ariat jakkar í barnastærðum og renndar hettupeysur í barnastærðum. Það ætti því að vera eitthvað í boði fyrir alla! Allir jakkar/peysur verða merktar eins. Æskulýðsnefnd stefnir að því að niðurgreiða jakkana og peysurnar töluvert.