Fréttir og tilkynningar

Afreksstyrkir ÍTG

Vekjum athygli félagsmanna á afreksstyrkum Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum um afreksstyrki fyrir einstaklinga og hópa, samkvæmt afreksstefnu ÍTG grein 3.3., á vef bæjarins. Þeir aðilar, einstaklingar eða lið, sem til greina koma vegna afreksstyrkveitinga skv. gr. 3.3. eru: a. Þeir sem stunda einstaklingsíþróttir

Nánar

Sumarsmellur Spretts fellur niður

Sumarsmellur Spretts verður því miður ekki haldin vegna dræmrar þátttöku. Þökkum þeim sem skráðu sig og fá þeir tölvupóst (á netfang skráð í Sportfeng) með upplýsingum um endurgreiðsufyrirkomulag.

Nánar

Andlát heiðursfélaga Andvara Elísabetar Þ. Þórólfsdóttur

Elísabet Þ. Þórólfsdóttir, fyrrum formaður hestamannafélagsins Andvara, er fallin frá. Elísabet, eða Elsa eins og hún var jafnan kölluð, var heiðursfélagi hestamannafélagsins Andvara, og gegndi lykilhlutverki í starfi hestamannafélagsins um áratugaskeið. Elsa tók virkan þátt í félagsstarfi frá fyrstu tíð. Hún gengdi formennsku hestamannafélagsins Andvara á árunum 1985 til 1990.

Nánar

Skipulagsvinna hjá Kópavogi

Ágætu félagsmenn, Kópavogsbær hefur kynnt skipulagslýsingu sem varðar Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavelli. Stjórn Spretts mun senda athugasemdir á skipulagslýsinguna fyrir hönd félagsins. Auk þess mun reiðveganefnd, sjálfbærni- og öryggisnefnd félagsins senda inn athugasemdir. Ef félagsmenn vilja senda inn athugasemdir í sínu eigin nafni er það möguleiki. Frestur til að skila

Nánar

Sumarsmellur Spretts

Síðasumarsmót Spretts – Sumarsmellur Spretts verður haldin 23.- 24. ágúst. Aldurstakmark er 22 ár, skráningargjald er 8000 kr í allar greinar. Skráningafrestur er til og með miðvikudaginn 20.ágúst. Keppt verður í eftirfarandi greinum:Meistaraflokkur:Fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt t3, tölt t4, gæðingaskeið og 100 m skeið.1. Flokkur:Fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt t3,

Nánar

Herdís Björg keppandi á heimsmeistaramóti

Herdís Björg Jóhannsdóttir ungur Sprettari og heimsmeistari í tölti ungmenna keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fer fram í Sviss 5.-10.ágúst nk. Þar mun hún keppa í tölti og fjórgangi á hestinum Kormáki frá Kvistum – sem lengi vel var í eigu Sprettaranna Þórunnar Hannesdóttur og Sveinbjörns Bragasonar. Á fb

Nánar
Scroll to Top