Skip to content

Fréttir

Þjálfari ársins

Árný Oddbjörg Oddsdóttir, reiðkennari, var valin sem þjálfari ársins í kvennaflokki hjá sveitarfélaginu Garðabæ. Árný er vel að titlinum komin enda afar vinsæll reiðkennari hjá okkur Spretturum. Hér má sjá umsögn um Árnýju sem sendur var inn með tilnefningunni: Árný Oddbjörg Oddsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við þjálfun og tamningu hrossa ásamt því að sinna reiðkennslu. Hestamannafélagið Sprettur hefur verið… Read More »Þjálfari ársins

Helgarnámskeið með Sigvalda

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárus! Helgina 1.-2.febrúar mun reiðkennarinn Sigvaldi Lárus Guðmundsson bjóða upp á helgarnámskeið. Kennt er á laugardegi og sunnudegi í 40mín einkatíma. Á laugardegi og sunnudegi er kennt í Samskipahöll, hólf 3. Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu við góðan orðstír í fjölda mörg ár. Sigvaldi er einnig reiðkennari ársins 2022 hérlendis. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum… Read More »Helgarnámskeið með Sigvalda

Æfingatími með dómara fyrir börn, unglinga og ungmenni!

Ath! Ungir Sprettarar í barnaflokki eru boðin velkomin að mæta líka! Mánudaginn 20.janúar frá kl.20:00-22:00 verður æfingatími með dómara, Þórir Örn Grétarsson, í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni Spretts. Áætlað er um 10mín á hvern knapa, styttra ef skráning verður mikil, ungum Spretturum að kostnaðarlausu. Hver og einn ræður hvað hann vill sýna/taka fyrir, getur verið tölt prógramm, 4g, 5g… Gefin er umsögn, góðir… Read More »Æfingatími með dómara fyrir börn, unglinga og ungmenni!

Knapaþjálfun með Bergrúnu

Knapaþjálfun með Bergrúnu! Við minnum á helgarnámskeiðið “Knapaþjálfun með Bergrúnu” sem fer fram 25.-26.janúar nk. Skráning er í fullum gangi og nokkur laus pláss. Nú er einnig hægt að bóka sig eingöngu í reiðtíma hjá henni þessa helgi, en sleppa fyrirlestri og æfingum. Hér er beinn hlekkur á skráningu: https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzYxMTU= Hér eru svo nánari upplýsingar um námskeiðið í heild sinni: Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að… Read More »Knapaþjálfun með Bergrúnu

Töltgrúppan 2025

Töltgrúbban 2025! Skráning er í fullum gangi fyrir töltgrúppuna 2025 en gleðin hefst 22.janúar! Frábær félagsskapur og skemmtun! Hvetjum allar konur, 18 ára og eldri, að vera með! Beinn hlekkur á skráningu; https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzUzMDA= Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl.19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 60mín hver tími, 14 skipti samtals. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 22. jan á bóklegum tíma þar sem farið verður yfir reiðleiðir og starf… Read More »Töltgrúppan 2025

Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar

Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni laugardaginn 25.janúar og sunnudaginn 26.janúar.Um er að ræða tvo einkatíma, 45mínútur hvor. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. Kennsla fer fram milli kl.13-18 á laugardegi og 9-15 á sunnudegi. Verð er 36.500kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka… Read More »Helgarnámskeið með Antoni Páli 25.-26.janúar

Hafsteinn Jónsson kvaddur

Hafsteinn Jónsson, hestamaður og Sprettsfélagi, kvaddur í dag. Hafsteinn, eða Haffi, stundaði sína hestamennsku með fjölskyldunni í Andvarahverfinu þar sem hann hélt hesta á húsi á Fluguvöllum. Hafsteinn var þekktur sem „Vökulspabbi“ í félaginu en hann ásamt fjölskyldu sinni ræktaði gæðinginn Vökull frá Efri-Brú sem var áberandi í keppni innan félagsins sem utan. Hafsteinn var dagfarsprúður félagsmaður sem vildi öllum vel, mönnum og dýrum. Hestamannafélagið… Read More »Hafsteinn Jónsson kvaddur

Móttaka á plasti

Miðvikudaginn 15.janúar milli klukkan 17:30-18:30 verður tekið á móti plasti frá félagsmönnum Spretts vestan við Samskipahöllina. Hægt verður að koma með bagga og/eða rúlluplast og einnig plast utan af spæni. Engin bönd, net eða annað rusl má vera saman við plastið.

Fundur 1 deild

Fundur vegna 1. deildar verður haldinn í veislusal Spretts þriðjudaginn 14. janúar kl 20:00. Liðseigendur og liðsstjórar velkomnir á fundinn. Stjórn Spretts fer yfir atburðarrásina og svo verður opið fyrir spurningar og samtal. Ný stjórn 1 deildar í Spretti verður á fundinum. Sjáum vonandi sem flesta forsvarsaðila liða á fundinum.

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 9 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar