Skip to content

Fréttir

Pistill frá stjórn

Nokkuð hefur verið að gera hjá Stjórn frá því að við settum fram síðasta pistil. Framkvæmdastjórinn fór í leyfi frá störfum og var fyrirhugaða að hún yrði fjarverandi í mánuð. Stjórn hefur stokkið í verkin í fjarveru Lilju og náð að koma sér vel inn í stöðu félagsins og rekstur þess. Fjölmörg erindi hafa borist og höfum við reynt að svara þeim öllum. Ef einhver… Read More »Pistill frá stjórn

Réttindanámskeið: Sjúkraþjálfun á hestbaki

Æfingastöðin stendur fyrir réttindanámskeiði í sjúkraþjálfun á hestbaki, dagana 23.-27. september 2024. Námskeiðið er tvískipt viku í senn, 35 klst. í hverju sinni. Fyrri hluti námskeiðsins fer fram í sept. 2024 og seinni hlutinn vor/haust 2025. Þátttakendur vinna að verkefni (tilfellalýsingu) milli námskeiða sem skilað verður og kynnt á seinni hluta námskeiðsins í maí. Að báðum námskeiðum loknum munu þátttakendur öðlast réttindi til að veita þessa… Read More »Réttindanámskeið: Sjúkraþjálfun á hestbaki

Æfingatímar fyrir Landsmót

Æfingatímar fyrir Landsmót hafa verið gefnir út.Sprettur fær eftirtalda æfingatíma á Hvammsvelli; fimmtudagur kl. 22:00-00:00föstudagur kl.11:00-12:00laugardagur kl.10:00-11:00sunnudagur kl.18:30-20:00 Við leggjum til að;Fullorðnir og ungmenni gangi fyrir á fimmtudegi.Börn og unglingar gangi fyrir föstudag og laugardag.Frjáls tími fyrir alla á sunnudegi. Keppnisnámskeið barna + unglinga verður á vellinum á laugardegi. Tillagan er sett fram til að dreifa álaginu á vellinum, svo við lendum ekki í því… Read More »Æfingatímar fyrir Landsmót

Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Fimmtudaginn 27.júní verður haldinn knapafundur fyrir Landsmótsfara í yngri flokkum Spretts í veislusalnum í Samskipahöllinni. Fundurinn hefst kl.19:00 og er gert ráð fyrir ca. 30 mín. Fundurinn er ætlaður fyrir þá keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Foreldrar eru velkomnir með. Keppendum verða veittar knapagjafir, farið verður yfir félagsbúning Spretts og rætt verður stuttlega um keppni á… Read More »Landsmótsfundur yngri flokka Spretts

Miðbæjarreið LH

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir árlegri miðbæjarreið. Að þessu sinni fer reiðin fram laugardaginn 29. júní kl 12:00 og er svoan upphitinu fyrir Landsmótið sem hefst á mánudaginn 1. júlí. Spretti langar að mæta með hóp knapa í reiðina og langar okkur að biðla til þeirra sem eru með hesta á húsi og hafa tök á því að taka þátt með okkur, að ríða með á… Read More »Miðbæjarreið LH

Fálkaorða

Fálkaorðuhafi í Spretti

Þann 17 júní var Sprettarinn og fyrrum stjórnarkona í Spretti, Margrét Tómasdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Margrét er hjúkrunarfræðingur, hestakona og fyrrverandi skátahöfðingi. Hún fær riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar. Viljum við í Spretti óska henni innilega til hamingju með heiðursmerkið. Margrét hefur starfað mikið fyrir hestamannafélagið Sprett eins og skátahreyfinguna og sinnt mjög óeigingjörnu starfi fyrir okkur… Read More »Fálkaorðuhafi í Spretti

Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Æskulýðsnefnd Spretts hefur látið hendur standa fram úr ermum í vetur og staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og hittingum fyrir unga Sprettara! Ein af stærri viðburðum nefndarinnar þetta árið var helgarferð í Flagbjarnarholt þar sem ungir Sprettarar tóku með sér hest og riðu út saman fyrstu helgina í júní. Ferðin vakti mikla lukku enda aðstaðan hjá þeim hjónum Þórunni Hannesdóttur og Sveinbirni Bragasyni í Flagbjarnarholti frábær,… Read More »Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Malbikun – lokaðir reiðvegir

Sökum malbiksframkvæmda á Breiðahvarfi milli Vatnsendavegar og Funahvarfs er því miður nauðsynlegt að loka fyrir umferð inn í hverfið frá 9:00 til 13:00, þriðjudaginn 18. júní. Hægt verður að aka út úr hverfinu um bráðabirgða hjáleiðir sem verða útbúnar annarsvegar um reiðstíg neðan Fákahvarfs og um göngustíg milli Fornahvarfs og Grandahvarfs. Lokað verður fyrir umferð hesta um reiðveginn á meðan framkvæmdum stendur og er hestamannafélagið… Read More »Malbikun – lokaðir reiðvegir

Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Árið 2021 hófst tilraunaverkefni hjá Spretti sem fólst í því að ráða til félagsins yfirþjálfara. Starfið snérist meðal annars um að færa Hestamannafélagið Sprett nær því að starfa á sama hátt og önnur íþróttafélög í Garðabæ og Kópavogi, sjá tilkynningu. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur sinnt starfinu og verkefnið hefur gengið vel. Vilji er til að festa starfið í sessi og gera langtímasamning, því ákvað stjórn… Read More »Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Góð sýning – yfirlit á morgun

Í dag lýkur fordómum á fyrri viku kynbótasýninga í Spretti 2024. Á morgun föstudag, verður yfirlitssýning á þeim hrossum sem komið hafa til dóms. Sýningin hefur gengið mjög vel og góð stemning er á meðal knapa, starfsmanna og gesta sýningarinnar. Í gær féll heimsmet á Samskipavellum þegar Helga Una Björnsdóttir sýndi hryssuna Hildi frá Fákshólum í hæsta dóm sem hryssa hefur hlotið. Hildur, sem er… Read More »Góð sýning – yfirlit á morgun