Skip to content

Fréttir

Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Æskulýðsnefnd Spretts hefur látið hendur standa fram úr ermum í vetur og staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og hittingum fyrir unga Sprettara! Ein af stærri viðburðum nefndarinnar þetta árið var helgarferð í Flagbjarnarholt þar sem ungir Sprettarar tóku með sér hest og riðu út saman fyrstu helgina í júní. Ferðin vakti mikla lukku enda aðstaðan hjá þeim hjónum Þórunni Hannesdóttur og Sveinbirni Bragasyni í Flagbjarnarholti frábær,… Read More »Ferðasaga ungra Sprettara í Flagbjarnarholt

Malbikun – lokaðir reiðvegir

Sökum malbiksframkvæmda á Breiðahvarfi milli Vatnsendavegar og Funahvarfs er því miður nauðsynlegt að loka fyrir umferð inn í hverfið frá 9:00 til 13:00, þriðjudaginn 18. júní. Hægt verður að aka út úr hverfinu um bráðabirgða hjáleiðir sem verða útbúnar annarsvegar um reiðstíg neðan Fákahvarfs og um göngustíg milli Fornahvarfs og Grandahvarfs. Lokað verður fyrir umferð hesta um reiðveginn á meðan framkvæmdum stendur og er hestamannafélagið… Read More »Malbikun – lokaðir reiðvegir

Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Árið 2021 hófst tilraunaverkefni hjá Spretti sem fólst í því að ráða til félagsins yfirþjálfara. Starfið snérist meðal annars um að færa Hestamannafélagið Sprett nær því að starfa á sama hátt og önnur íþróttafélög í Garðabæ og Kópavogi, sjá tilkynningu. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur sinnt starfinu og verkefnið hefur gengið vel. Vilji er til að festa starfið í sessi og gera langtímasamning, því ákvað stjórn… Read More »Staða yfirþjálfara hjá Spretti

Góð sýning – yfirlit á morgun

Í dag lýkur fordómum á fyrri viku kynbótasýninga í Spretti 2024. Á morgun föstudag, verður yfirlitssýning á þeim hrossum sem komið hafa til dóms. Sýningin hefur gengið mjög vel og góð stemning er á meðal knapa, starfsmanna og gesta sýningarinnar. Í gær féll heimsmet á Samskipavellum þegar Helga Una Björnsdóttir sýndi hryssuna Hildi frá Fákshólum í hæsta dóm sem hryssa hefur hlotið. Hildur, sem er… Read More »Góð sýning – yfirlit á morgun

Sjálfboðaliðar Landsmót

Sjálfboðaliðar og Landsmót

Komdu á Landsmót hestamanna 2024 og taktu virkan þátt í ævintýrinu! Við hjá Landsmóti leitum að sjálfboðaliðum til að vinna á Landsmóti í Reykjavík dagana 1.-7. júlí! Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur… Read More »Sjálfboðaliðar og Landsmót

Fulltrúar Spretts á Landsmóti 2024

Glæsilegt gæðingamót Spretts fór fram 25. – 27. maí en að því loknu kom í ljós hvaða knapar og hestar tryggðu sér rétt til að keppa fyrir Hestamannafélagið Sprett á Landsmóti 2024. Sprettur á rétt á því að senda 14 knapa úr hverjum flokki á Landsmót 2024. Hér að neðan má sjá þá knapa og hesta sem hafa tryggt sér rétt til að taka þátt… Read More »Fulltrúar Spretts á Landsmóti 2024

Hrímnis fatnaður

Nú auglýsum við, í síðasta skiptið, afhendingu á fatnaðinum frá Hrímni en þetta er í þriðja skipti sem afhendingin er auglýst. Á morgun, þriðjudaginn 11. júní milli kl 19-20, verður fatnaðurinn afhentur á 2 hæð í Samskipahöllinni. Eftir þann tíma verður send krafa í heimabanka þeirra sem pantaði fatnaðinn svo hægt sé að ganga frá lokagreiðslu. Félagið er búið að greiða fyrir fatnaðinn og við… Read More »Hrímnis fatnaður

Kynbótasýning í Spretti 10 – 14 júní

Á morgun, mánudaginn 10. júní hefst kynbótasýning í Spretti. Sýningin er rúmlega fullbókuð og von er á mörgum glæsilegum gæðingum í braut í vikunni. Stjórn Spretts hefur fengið til liðs við sig einvala lið Sprettara til að aðstoða við undirbúning og rennsli á sýningunni. Í vikunni sem leið er búið að laga til og þrífa í rennunni, í Gaukshreiðrinu og á kaffistofunni á 2. hæð.… Read More »Kynbótasýning í Spretti 10 – 14 júní

Losun taðkara

Nú er kominn sá tími þar sem margir sleppa hestunum sínum í sumarhagana. Félagið mun áfram bjóða uppá losun taðkara hjá þeim sem nýta sér þá þjónustu og verða með hross áfram á húsi. Þeir sem ekki ætla að nýta sér þjónustuna í sumar og/eða haust verða að láta vita og segja upp þjónustunni með því að senda tölvupóst á stjorn@sprettarar.is. Leigugjald verður rukkað þangað… Read More »Losun taðkara

Reiðleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Öryggisupplifun knapa

Á neðangreindum hlekk er hægt að lesa skýrslu um öryggisupplifun knapa og samspil við aðra útivistahópa á reiðleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að um 10.000 manns hið minnsta stundi hestamennsku að staðaldri á höfuðborgarsvæðinu, en ekki eru allir iðkendur hestamennsku skráðir í hestamannafélag. Þar að auki er fjöldi barna í reiðskólum og ferðamenn í hestaleigum sem erfitt er að henda reiður á. Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt… Read More »Öryggisupplifun knapa