Skip to content

Fréttir

Ógreidd félagsgjöld 2023 vinsamlega gerið skil.

Nú er verið að fara í gegnum félagaskrá Spretts og skuldalista félagsmanna, félagsmenn sem enn hafa ekki greitt félagsgjöld 2023 verða teknir af félagaskrá á næstu dögum, lokað verður á WF aðgang þeirra og reiðhallarlykla sé viðkomandi með reiðhallarlykil. Til þess að geta fengið aðgang að reiðhöllum félagsins, sótt námskeið, nýtt sér Worldfeng aðgang, keppt fyrir hönd félagsins þarf viðkomandi að vera skuldlaus félagi í… Read More »Ógreidd félagsgjöld 2023 vinsamlega gerið skil.

Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Gæðingamót Spretts verður haldið dagana 24-27. maí 2024 á félagssvæði Spretts.Mótið er einnig úrtaka fyrir Landsmót 2024.Boðið verður upp á seinni umferð úrtöku sem haldin verður mánudagskvöldið 27.maí. Skráning í seinni umferð er valkvæð. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi mætt til keppni í fyrri umferð. Drög að dagskrá mótsins, birt með fyrirvara um breytingar. FÖSTUDAGUR 24. Maí18:00 T119:00 250m skeið19:30… Read More »Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Fyrirlestur um magabólgur og magasár

Hestamannafélagið Sprettur – hrossaræktarnefnd býður hestamönnum uppá ókeypis fyrirlestur fyrir allt hestafólk. Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 18.jan kl 20 í veislusal Spretts Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknir mun halda fyrirlestur um magabólgur og magasár í hrossum og fara yfir niðurstöður rannsókna hennar á því.Hvetjum hestafólk á höfuðborgarsvæðinu eindregið til að mæta. Mjög gagnlegur fyrirlestur um meðferð hrossa, gjafir og fleira.Aðgangur er ókeypis

Félagsgjöls Spretts 2024

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Starfsmenn félagsins eru Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Emil Tómas kom til starfa á haustmánuðum og sér um ýmis verk sem… Read More »Félagsgjöls Spretts 2024

Liðin í 1. deildinni klár

Undirbúningur á fullu fyrir fyrsta mót 1. deildarinnar. 1. deildin er nýjasta viðbótin í innanhús keppnis flórunni í vetur. Deildin er haldin í Samskipahöllinni og er fyrsta mótið 23. febrúar. Deildinni er ætlað að brúa bilið á milli Áhugamannadeildarinnar og Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum. Keppniskvöldin verða eftirfarandi: 23.feb (föstud) fjórg 7.mars (fimmtud) gæðingalist 16.mars (laugardag) slaktaumat 4.apríl (fimmtud) fimmg 18. apríl (fimmtud) 100m skeið og tölt… Read More »Liðin í 1. deildinni klár

„Bling“ námskeið

Þriðjudaginn 16.janúar í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti verður boðið upp á eina kvöldstund fyrir yngri flokka þar sem hver og einn útbýr „bling“ skreytta ennisól á sitt eigið beisli Á námskeiðinu verður í boði að skreyta ennisólar með allskonar fallegum steinum og skrauti undir leiðsögn frá Sigríðar Pjetursdóttur. Í boði verða tveir hópar, kl.17:00 og kl.19:00. Áætlað er að hvor hópurinn sé um 60-90mín.… Read More »„Bling“ námskeið

Lýsing á reiðleiðum

Eins og við öll höfum fundið fyrir þá hefur vinna við lagningu kapla og tengingar á lýsingu á reiðleiðum okkar tafist en nú sér loks fyrir endan á þeirri töf hjá verktökum og Veitum . Í þessari viku verða verktakar við vinnu við tengingar á ljóskúplum á þeim staurum sem hafa verið settir upp undanfarið og að þeirri vinnu lokinni þá geta Veitur hleypt rafmagni… Read More »Lýsing á reiðleiðum

Gæðingalist yngri flokkar

Reiðkennarinn og gæðingalistardómarinn Randi Holaker mun kenna námskeið í gæðingalist. Randi er reynskumikill reiðkennari auk þess að vera keppnisknapi í fremstu röð. Kennt verður á sunnudögum, 3 skipti, 40mín hver tími, í Húsasmiðjuhöll. Einungis 8 pláss í boði. Kennt verður eftirtalda sunnudaga;21.janúar, 28.janúar (4.feb til vara) og 18.febrúar. Verð er 29.000kr.Skráning er hafin á sportabler.com.https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY1Nzg= Að loknu námskeiðinu verður boðið upp á æfingamót/æfingarennsli í gæðingalist… Read More »Gæðingalist yngri flokkar

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 8 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar