Skip to content

Fréttir

Metamót Spretts 2022

Hið stórskemmtilega Metamót Spretts fer fram á Samskipavellinum 2.-4. september.Á mótinu verður boðið upp á opinn flokk og áhugamannaflokk.Keppt verður í A- og B-flokki gæðinga á beinni braut(ekki sýnt fet og stökk).Boðið verður uppá Gæðingatölt í opnum flokki og áhugamannaflokki.Einnig verður boðið upp á keppni í tölti T3, 1.flokki og 2.flokki. Fyrirtækjatöltið verður á sínum stað. Að sjálfsögðu verða skeiðkappreiðar að venju og keppt verður… Read More »Metamót Spretts 2022

Grillveisla fyrir Sprettara á LM

Föstudaginn 8.júlí ætlar hmf Sprettur að bjóða félagsmönnum sem eru á Landsmóti hestamanna á Hellu í grillveislu kl 17:30-18:30. Boðið verður uppá hamborgara. Stefnt er á að vera á hjólhýsastæði Spretts, röð 1, stæði 1028. Sprettsfáni verður á svæðinu. Vonumst til þess að sjá sem flesta Sprettara.   

Hópreið á LM 2022

Smá tilkynning frá LM2022 vegna hópreiðarKæru félagar.Þá fer að líða að setningarathöfn Landsmóts 2022 á Hellu.Hópreiðin er stór partur af setningarathöfninni og verður gaman sjá alla þá þátttakendur sem mæta í félagsbúningum eða prúðbúnir með sínum Hestamannafélögum. Það er ótakmarkaður fjöldi frá hverju félagi, þar sem hópreiðin fer fram á stóravellinu þá er nægt pláss fyrir alla. Það er hugmyndin að hafa 4 saman í… Read More »Hópreið á LM 2022

Sprettarar standa sig vel á LM

Nú er forkeppni lokið í öllum flokkum og milliriðlar í barna og unglingaflokkum fóru fram í dag. Sprettarar standa sig frábærlega á mótinu. Í öllum flokkum eru gríðarlega sterkir hestar og knapar og í raun mikill sigur að komast meða 30 efstu hvað þá í úrslit. í dag fóru fram milliriðlar í barna og unglingaflokkum og munu Sprettarar setja sterkan svip á A og B… Read More »Sprettarar standa sig vel á LM

Knapagjafir Landsmótsfara

  Þriðjudaginn 28.júní kl 18:00 verða knapagjafir Landsmótsfara afhentar í veislusal Spretts. Við vitum að fyrirvarinn á þessum fundi er stuttur en ástæðan er að við höfum verið að bíða eftir því að fá allar vörurnar til okkar og loks er þetta allt að smella saman. Við hvetjum alla fulltrúa Spretts til þess að koma og taka við sinni gjöf frá Spretti. Börn, unglingar og… Read More »Knapagjafir Landsmótsfara

Sprettarar á leið á Norðurlandamót í ágúst.

Þrír Sprettarar eru í U21 Landsliðhópnum sem valinn til þess að fara á Norðurlandamótið í ágúst. Þau sem voru valin eru Hekla Rán Hannesdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Kristófer Darri Sigurðsson. Norðurlandamótið verður haldið í Álandseyjum í Finnlandi dagana 9. til 14. ágúst nk. Vel gert og til hamingju öll. https://www.lhhestar.is/is/frettir/knapar-i-yngri-flokkum-a-nordurlandamoti-1?fbclid=IwAR1euv4CZi_1SeWX-WdafO6WPpwS4DRLBOGW73o-VwZiphcZlCaPE2UwQr4

Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu

Þriðjudaginn 21.júní kl.16:00 verður farið í skoðunarferð á landsmótssvæðið á Hellu með yngri flokkum Spretts. Mótssvæðið verður skoðað, Íþróttamaður Spretts Jóhann Kr. Ragnarsson mun hitta hópinn og sýna eitt prógramm á vellinum ásamt því að spjalla stuttlega við hópinn. Á heimleiðinni verður stoppað í kvöldmat. Farið verður með rútu. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina eigi síðar en mánudaginn 20.júní. Hittumst við Samskipahöllina kl.15:50,… Read More »Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu

Hesthúsapláss fyrir Landsmót!

Sprettur hefur útvegað þátttakendum í yngri flokkum hesthúsapláss að Neðra-Seli í Holta- og Landsveit, staðsett um 15km frá mótssvæðinu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á fraedslunefnd@sprettarar.is sem fyrst, en ekki síðar en 20.júní, ef þið óskið eftir hesthúsaplássi svo við getum sett niður nánara skipulag og reynt að koma öllum keppendum í yngri flokkum fyrir 🙂 Reynt verður eftir fremsta megni að koma öllum fyrir a.m.k. á… Read More »Hesthúsapláss fyrir Landsmót!

Íþróttagallar Spretts til mátunar

Loksins mun hestamannafélagið Sprettur bjóða félagsmönnum sínum til kaups íþróttagalla félagsins. Það er æskulýðsnefnd félagsins sem mun sjá um sölu íþróttagallanna og mun allur ágóði af þeim renna til uppbyggingar æsku félagsins. Íþróttagallinn mun vera samsettur af hálfrenndri peysu og íþróttabuxum. Léttur og klæðilegur sem hentar hvort sem er yfir keppnisgallann eða til daglegrar notkunar. Einnig verður hægt að kaupa rennda hettupeysu sem fæst bæði… Read More »Íþróttagallar Spretts til mátunar

Andrea Bocelli tónleikar 21.5

Vegna Andrea Bocelli tónleika sem verða í Kórnum á morgun laugardaginn 21.5. geta Sprettarar búist við umferðartöfum í kringum Sprett. Tafir á umferð hefjast líklega uppúr kl 17:00 og munu standa til ca kl 20:00.  Gæsla verður við hlið á svæðinu en mun það ekki hafa áhrif á Sprettara sem þurfa að komast í hesthúsin. https://senalive.is/bocelliadgengi/

Generated by Feedzy