Skip to content

Fréttir

Járninganámskeið

Boðið verður upp á járninganámskeið helgina 16.-18.febrúar í Samskipahöllinni. Kennarar eru Sigurgeir Jóhannson og Carro Aldén. Bóklegur tími og sýnikennsla á föstudegi. Verklegir tímar laugardag og sunnudag. Nemendur mæta með sinn eigin hest og eigin járningagræjur í tímana (laugardag og sunnudag). Fyrirkomulagið verður útskýrt nánar í bóklegum tíma á föstudag. Dagskráin er eftirfarandi;Föstudagur kl.18:00-20:00 bóklegur timiFöstudagur kl.20:00-22:00 verkleg sýnikennslaLaugardagur og sunnudagur verklegir tímar. Raðað verður… Read More »Járninganámskeið

Hólf 1 og 3 upptekin 5.feb

Kæru Sprettarar! Í dag milli kl.15-18 eru tvö námskeið í gangi í Samskipahöll. Annars vegar ungir Sprettarar og svo minna vanir af fullorðnum knöpum. Báðir hóparnir þurfa stuðning af veggnum og verður því kennt í hólfi 1 og 3 milli kl.15-18. Hólf 2 verður því opið fyrir almenning. Vinsamlegast sýnið þeim tillit Frá og með kl.18 verður kennt í hólfi 3 og því verða hólf… Read More »Hólf 1 og 3 upptekin 5.feb

Furuflís í reiðhallargólf Spretts

Á morgun föstudag 2.feb verður gólfið í Samskipahöllinni tætt upp með pinnatætara, þriðjudaginn 6.feb kl 19:00 ætlum við að dreifa Furuflís í gólfið á höllinni. Við munum svo setja Furuflís í gólfið á Húsasmiðjuhöllinni eftir að hitinn verður komin á húsið, sem gerist vonandi á næstu dögum. Við munum auglýsa það þegar þar að kemur.

Heimsmeistari í heimsókn!

Helgina 10.-11.febrúar nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á helgarnámskeið í Samskiphöllinni í Spretti. ATH! Einungis eru 3 laus pláss eftir. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá… Read More »Heimsmeistari í heimsókn!

Þorrablót Spretts 3.feb

Þorrablót Spretts verður haldið í veislusal Spretts þann 3. feb nk. Borðapantanir/miðapantanir fara fram í gegnum netfangið Sprettur@sprettarar.is, panta verður miða/borð fyrir 31.jan Miðaverð er 11.900kr eingöngu verður hægt að panta miða í forsölu. Hreimur Örn Heimisson verður veislustjóri kvöldsins. Sprettskórinn tekur nokkur lög. Uppboð verður á folatollum á vegum hrossaræktarnefndar Spretts. DJ Atli Kanill mun svo halda uppi stuðinu á dansgólfinu fram á nótt. Hvetjum… Read More »Þorrablót Spretts 3.feb

Grímu og glasafimi Spretts

Í gær, 27.jan, var Grímu og glasafimi Spretts haldin í fyrsta sinn, gleðin skein úr hverju andliti og var gaman að sjá Sprettara á öllum aldri að glíma við að stjórna hesti sínum með eina hendi á stýri og gæta þess að sulla ekki niður úr glasinu. Ýmsar óvæntar uppákomur urðu t.d. fóru hross inn í miðjuna á vellinu, einhver snéri við ofl ofl skemmtilegar… Read More »Grímu og glasafimi Spretts

Þjálfunarsvæði, þrautabraut

Undanfarið hefur verið byggt upp plan inni í miðju hringvallarins fyrir neðan Húsasmiðjuhöllina. Búið er að gera slóða af reiðleiðinni meðfram skeifunni inn á hringvöllinn, með þessari breytingu nýtist hringvöllurinn enn betur sem upphitunarvöllur á mótum sem fara fram á aðalvelli okkar ofaní skeifunni. Þarna inni í miðjunni stefnum við á á að koma upp þrautabraut, brokkspírum, hindrunarstökks spírum, palli, brú, hliði ofl (Trec braut)… Read More »Þjálfunarsvæði, þrautabraut

Sértilboð á fatnaði fyrir hestamannafélagið Sprett

Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Spretti. Laugardaginn 27 janúar kl. 14-17 á annari hæð í reiðhöllinni og sunnudaginn 28 janúar kl. 10-13 í veislusal Spretts, bjóðum við upp á mátunardag en þá koma fulltrúar Hrímnis með allar stærðir af fatnaðnum svo hægt sé að velja rétta stærð. Við bjóðum félagsmönnum að greiða aðeins helming… Read More »Sértilboð á fatnaði fyrir hestamannafélagið Sprett