Fréttir og tilkynningar

Hobby Horse keppni í Fák
Fákur býður ungum Spretturum í hobby horse þrautabraut! Föstudaginn 17. oktober í Lýsishöllinni verđur sett upp þrautabraut fyrir hobby hesta og knapa! Hobbý Horse hefur notið gríðarlegra vinsælda í nágrannalöndum okkar enda með eindæmum skemmtilegt fyrir börn og ungmenni sem og heilsusamlegt. Fjörið hefst kl.17:00 og þá hjálpast allir við

Samskipahöllin lokuð í dag kl.16-18
Kæru Sprettarar! Í dag, miðvikudaginn 15.okt., verður Samskipahöllin öll lokuð milli kl.16-18. Ástæðan er viðgerð á vökvunarkerfi í Samskipahöllinni. Húsasmiðjuhöllin/Hattarvallahöllin er opin.

Móttaka á plasti
Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 18:00-19:00 verður tekið á móti plasti í gámi sem staðsettur er á bílaplaninu/heyrúllustæðinu fyrir ofan Samskipahöll. Eingöngu verður tekið á móti heyrúlluplasti – ekki plasti utan af spæni, heynetum eða öðru rusli. Rúlluplastið má ekki vera í plastpokum. Biðjum við félagsmenn að virða þetta –

Ferð ungra Sprettara til Svíþjóðar í nóvember
Á foreldrafundi Æskulýðsnefndar Spretts í vetur var stefnan tekin á að fara, aftur, á hestasýningu í Svíþjóð dagana 27.-30.nóvember nk. Fjáröflun hefur verið í gangi í vetur, m.a. með sjoppuvöktum á Blue Lagoon mótaröð Spretts í vetur, dósasöfnun, kleinusala o.m.fl. Ef einhverjir áhugasamir ungir Sprettarar (og foreldrar) vilja slást í

Uppskeruhátíðir Spretts 2025
Þá fer senn að líða að því að félagsmenn Spretts komi saman og fagni síðastliðnu hestaári. Uppskeruhátíðir Spretts verða tvær, líkt og undanfarin ár. Við höldum Uppskeruhátíð yngri flokka (barna og unglinga), sem verður haldin í veislusal Spretts Arnarfelli, fimmtudaginn 13.nóvember nk. Við höldum Uppskeruhátíð Spretts (ungmenni og fullorðnir), sem

Björn ráðinn umsjónaraðili svæðis og fasteigna
Í vikunni var gengið frá ráðningu Björns Magnússonar í starf umsjónaraðila svæðis og fasteigna hjá Hestamannafélaginu Spretti. Björn, sem við flestu þekkjum sem Bjössa, er vel kunnugur félaginu og hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í starfi þess. Hann mun hefja störf í hlutastarfi nú í október, en tekur