Fréttir og tilkynningar

Uppskeruhátíð Spretts 15.nóv

Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í veislusalnum Arnarfelli í Samskipahöllinni. Miðaverði er stillt í hóf, einungis 7500kr. Í boði verður veislumatur, veislustjórn, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar, skemmtun og gleði. Miðasala fer fram á abler.io, en einnig er hægt að versla sér miða í anddyri veislusalarins fimmtudaginn

Nánar

Æskulýðsskýrsla Spretts 2025

Æskulýðsnefnd Spretts hefur skilað inn skýrslu sinni til Æskulýðsnefndar LH en á hverju ári er kallað eftir skýrslum um æskulýðsstarf í öllum hestamannafélögum landsins. Á hverju ári veitir LH Æskulýðsbikar því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Núverandi handhafar bikarsins er hestamannafélagið Sprettur, 2024, en

Nánar

Lokun viðrunarhólfa

Kæru Sprettarar! Viðrunarhólfum verður lokað frá og með 1.nóvember nk. Óheimilt er að setja hross í hólfin eftir þann tíma. Vinsamlegast virðið tímasetninguna. Viðrunarhólf verða opnuð að nýju næsta vor, tímsetning nánar auglýst síðar.

Nánar

Verkleg kennsla Knapamerki

Kennd verða öll stig verklegra Knapamerkja í Spretti í haust og vetur, ef skráning næst. Miðað er við 3-4 nemendur í hóp. Einnig verður boðið upp á stöðupróf í KM1 og KM2. Ef áhugi er fyrir námskeiði í KM5 vinsamlegast hafið samband thordis(hja)sprettur.is. Hægt er að nýta frístundastyrkinn við greiðslu

Nánar

Einkatímar hjá Þorvaldi Árna

Reiðkennarinn og Sprettarinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson býður upp á einkatíma í Hattarvallahöll. Kennt verður á þriðjudögum. Í boði er: – 6 skipta námskeið. Kennsla hefst þriðjudaginn 11.nóv og lýkur 16.des.Verð er 99.000kr fyrir fullorðna. 78.000kr fyrir yngri flokka. – 4 skipta námskeið. Kennsla hefst þriðjudaginn 25.nóv og lýkur 16.des. Verð

Nánar

Sprettur auglýsir eftir reiðkennurum til starfa

Hestamannafélagið Sprettur leitar að áhugasömum og menntuðum reiðkennurum til starfa fyrir félagið sem vilja bjóða upp á námskeið og reiðkennslu á félagssvæði Spretts. Við leitum að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á hestamennsku, reiðkennslu og þróun knapa og hests á öllum aldri og öllum getustigum. Áhugasamir sendi póst á thordis

Nánar
Scroll to Top