Fréttir og tilkynningar

Fagþing og fagráðstefna hrossaræktarinnar

Fagþing og fagráðstefna hrossaræktarinnar 7. og 8.nóv. nk. Allir velkomnir! Hér má finna hlekk á viðburðinn „Fagþing hrossaræktarinnar“ sem haldinn verður í reiðhöllinni í Sörla föstudaginn 7.nóv., matur í boði en nauðsynlegt er að skrá sig; https://fb.me/e/3IzMepBcY Laugardaginn 8.nóvember verður „Fagráðstefna hrossaræktarinnar“ haldinn í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti og

Nánar

Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts

Verðlauna- og uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts fer fram þann 15. nóv. kl 11 í Veislusal Samskipahallarinnar í Kópavogi. Þar eru allir velkomnir og frír aðgangur. Á dagskránni verða verðlaunaafhendingar kynbótahrossa og ræktunarbús auk fyrirlesara. Dagskrá Skýrsla stjórnar hrossaræktarnefndar Spretts Verðlaunaafhending kynbótahrossa og rætkunarbús – veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum

Nánar

Sprettskórinn leitar að röddum

Sprettskórinn er um 40 manna karlakór sem æfir alla mánudaga klukkan 20:00 í veislusalnum okkar.  Nýir félagar eru ávallt velkomnir og er ekki skilyrði að þeir séu hestamenn, þó það sé ekki síðra. Kórfélagar eru á aldrinum frá 17 ára og uppúr. Geta þeir, sem hafa áhuga, sett sig í

Nánar

Uppskeruhátíð ungra Sprettara

Uppskeruhátíð yngri flokka Spretts (barna og unglinga) verður haldin hátíðlega í veislusal Spretts fimmtudaginn 13.nóvember nk. Húsið opnar kl.18:00 og hefst dagskrá kl.18:30. Öllum ungum Spretturum er boðið á Uppskeruhátíðina og eru þeir hvattir til að taka með sér einn vin/vinkonu sem er áhugasamur um hestaíþróttina. Fullorðnir eru líka velkomnir

Nánar

Keppnisárangur 2025

Sprettur óskar eftir upplýsingum um keppnisárangur Sprettara á árinu 2025. Óskað er eftir upplýsingum um árangur í öllum aldursflokkum fyrir keppnisárið 2025 – barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum (atvinnumenn og áhugamenn), áhugamenn sérstaklega verðlaunaðir. Árangursupplýsingar eiga að sendast til sprettur(hja)sprettur.is á meðfylgjandi formi – https://sprettur.is/wp-content/uploads/2025/10/Stigautreikningar.xlsx  – í síðasta lagi fyrir

Nánar

Uppskeruhátíð Spretts 15.nóv

Uppskeruhátíð Spretts verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 15.nóvember nk. í veislusalnum Arnarfelli í Samskipahöllinni. Miðaverði er stillt í hóf, einungis 7500kr. Í boði verður veislumatur, veislustjórn, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar, skemmtun og gleði. Miðasala fer fram á abler.io, en einnig er hægt að versla sér miða í anddyri veislusalarins fimmtudaginn

Nánar
Scroll to Top