Fréttir og tilkynningar

Sjálfboðaliðar – kjarninn í starfsemi hestamannafélaga
Ég vil beina sjónum að grundvallaratriði hestamannafélaga, sjálfboðaliðastarfi. Allt starf hestamanna og íþróttahreyfingarinnar veltur á því. Án sjálfboðaliða væri starfsemin ekki sú sem við þekkjum í dag. Til þess að félag haldist virkt og eftirsóknarvert þarf fjölbreytt og öflugt starf. Þetta starf byggist nær alfarið á óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða. Til

Hæst dæmdu hrossin á árinu ræktuð af Spretturum
Uppskeruhátíð ræktunarnefndar Spretts fór fram þann 15. nóvember í veislusal félagsins. Á árinu var sýndur fjöldinn allur af hrossum ræktuðum af skuldlausum félagsmönnum Spretts. Mikil gróska er í ræktun félagsmanna sem sjá má af fjölda þeirra hrossa sem skilaði sér til dóms á árinu. Veitt voru verðlaun til þriggja efstu

Uppfærð gjaldskrá á reiðhallarlyklum
Þann 1.janúar 2026 tekur í gildi uppfærð gjaldskrá á reiðhallarlyklum, sjá uppfærða gjaldskrá hér fyrir neðan: 3 mánaða reiðhallarlykill 14.000kr 6 mánaða reiðhallarlykill 23.000kr 12 mánaða reiðhallarlykill 30.000kr 12 mánaða fjölskyldu reiðhallarlykilll 46.000kr

Minnum á ógreidd félagsgjöld
Kæru félagsmenn! Að gefnu tilefni þá minnum við félagsmenn á að greiða félagsgjöld sín fyrir árið 2025, í allra síðasta lagi, fyrir 1.desember 2025. Eingöngu skuldlausir félagsmenn hafa aðgang að aðstöðu og þjónustu félagsins, s.s. reiðhöllum, námskeiðum, viðrunarhólfum, og er heimilt að keppa fyrir hönd félagsins. Nánari upplýsingar og aðstoð

Einkatímar með Antoni Páli
Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni miðvikudaginn 10.desember nk. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3. Kennsla fer fram milli kl.9-17:30. Verð er 18.000kr fyrir fullorðna, innifalið er kennsla + reiðhallarleiga. Verð fyrir yngri flokka er 15.000kr. Anton Páll kemur næst að kenna mánudaginn 10.janúar 2026. Skráning fer fram á abler.io.

Breytt áform um uppskeruhátíð Spretts
Kæru félagsmenn, Vegna dræmrar miðasölu á uppskeruhátíð sem átti að fara fram næsta laugardag hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. Í stað kvöldskemmtunar verður nú sameiginlegur hádegisviðburður með Hrossaræktarnefnd þar sem Sprettur býður viðstöddum í hádegismat. Dagskrá laugardagsins: 11:00 – 12:45 Uppskeruhátíð hrossaræktarnefndar Verðlaunaafhending kynbótahrossa og ræktunarbúa Gunnar Arnarsson hrossaræktandi
