Fréttir og tilkynningar

Einkatími Anton Páll

Reiðkennarinn Anton Páll býður upp á einkatíma fimmtudaginn 10.júlí fyrir áhugasama. Í boði er að vera inni í reiðhöll eða úti á velli, hvort sem hentar hverjum og einum. Verð fyrir fullorðna er 18.000kr Verð fyrir yngri flokka er 15.000kr Skráning fer fram á abler.io, hér er beinn hlekkur: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDE5ODA=?

Nánar

Nýjustu breyting á gjaldskrá SORPU – Hrossatað

SORPA hefur orðið við tilmælum hestamannafélagsins Spretts um að tvískipta gjaldskránni og hefur lækkað verð fyrir farma undir 10 tonnum. Stjórn SORPU samþykkti á fundi þann 18.6.2025 að fyrir farm af hrossataði undir 10 tonnum verði greitt kr. 12.500.- án Vsk eða kr. 15.500,- með Vsk. Verð fyrir stærri farma

Nánar

Kótilettur í hádeginu

Fimmtudaginn 12.júní verður boðið upp á kótilettur í hádeginu gegn vægu gjaldi, 3500kr. í veislusalnum í Samskipahöllinni í tengslum við yfirlitssýningu á kynbótasýningunni sem nú er í gangi. Hvetjum hestamenn og félagsmenn sérstaklega til að mæta og gæða sér á gómsætum kótilettum ásamt meðlæti.

Nánar

Tímabundin hjáleið um hestahúsahverfi

Föstudaginn 13.júní nk verður aðkoma að Austurkór lokuð milli kl.9:00 – 14:00. Umferð verður í staðinn beint um hjáleiðir um hesthúsasvæði Spretts, sjá meðfylgjandi myndir. Það má því reikna með auknum umferðarþunga um Markarveginn, í gegnum hið nýja hesthúsahverfi sem er í byggingu sem og við beygjuna inn að „Andvara“.

Nánar

Heimsókn frá Kársnesskóla

Miðvikudaginn 4. júní s.l. kom 6.bekkur Kársnesskóla í heimsókn til hestamannafélagsins Spretts. Þessi heimsókn var hluti af íþrótta- og útivistardögum skólans. Dagskráin var þétt og vel skipulögð. Þórdís Anna Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka og starfsmaður Spretts var með létta kynningu á hestamennsku og íslenska hestinum í veislusal félagsins. Börnin fengu

Nánar

Utanvegahlaup 12.júní

Fimmtudaginn 12.júní fer fram utanvegahlaup á vegum Hlaupár. Milli kl.18-19 verða hlauparar á reiðstíg á Grunnuvatnaleiðinni fyrir ofan Vífilsstaðavatn, sjá meðfylgjandi mynd. Brautarverðir verða á sitthvorum enda hlaupaleiðarinnar á reiðstígnum. Við vekjum athygli félagsmanna á því að hlaupið hefst í Guðmundarlundi og því verður sennilega mikil umferð þar í kring.

Nánar
Scroll to Top