Fréttir og tilkynningar

Fréttir frá Reiðveganefnd Spretts
Sumri hallar hausta fer og því ekki úr vegi að fara lauslega yfir nýframkvæmdir og endurbætur sem Reiðveganefnd Spretts hefur staðið fyrir síðustu misseri. Á allmörgum stöðum hefur verið bætt við yfirborðsefni í stígakerfi félagsins þar sem brýnust var þörfin. Þeir staðir eru á meðfylgjandi korti merktir gulir: 1 )

Haustfréttir frá Stjórn Spretts
Nú þegar haustið er gengið í garð viljum við í stjórn Spretts líta yfir farinn veg draga saman helstu verkefni sumarsins. Áhersla á bættan rekstur Stjórn hefur haldið vel um taumana á fjármálunum sem af er ári með góðum árangri fyrir félagið okkar. Skipulagsmál komu inn á borð stjórnar um

Tveir ungir Sprettarar hljóta styrk úr afrekssjóði Garðabæjar
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir hlutu nú á dögunum styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Þær hafa báðar staðið framarlega á keppnisvellinum síðastliðið keppnistímabil og Herdís tók m.a. þátt á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins nú í sumar. Við óskum þessum ungu Spretturum innilega til hamingju með styrkinn!

Ungir Sprettarar í skemmtiferð á Skáney í Borgarfirði!
Um síðustu helgi héldu ungir Sprettarar í skemmtilega helgarferð á Skáney í Borgarfirði, þar sem bæði hestamennska og félagslíf blómstraði. Ferðin var hluti af öflugu starfi félagsins fyrir yngri iðkendur og vakti ferðin mikla lukku hjá þátttakendum. Hópnum var skipt í tvennt, eldri og yngri hópur. Eldri hópurinn var í

Frumtamninganámskeið
Frumtamninganámskeið með Robba Pet hefst á mánudaginn. Enn er laust pláss og hægt að bætast við. Lausar tímasetningar kl.17, 18, 19 og 20. Skráning fer fram á abler.io – beinn hlekkur hér: https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDU4ODU= Fyrsti bóklegi tíminn verður haldinn mánudaginn 29.september kl.19:00. Nánari upplýsingar má fá hjá ro***@****ar.is eða th*****@******ur.is

Námskeið að hefjast!
Við minnum á að í lok september fara fyrstu námskeiðin að hefjast hér í Spretti. Skráning er enn opin og fer fram á abler.io/shop/hfsprettur Kennsla í bóklegum knapamerkjum hefst mánudaginn 22.september – skráning hér: Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið | Abler Frumtamninganámskeið með Róberti Petersen hefst mánudaginn 29.september – skráning hér:
