Skip to content

Einkatímar með Árnýju Oddbjörgu

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg býður uppá 30 mín einkatíma í Samskipahöll á miðvikudögum.
Kennsla hefst 11.janúar 2023 og stendur til 1.mars 2023.


Kennt er 1x í viku, samtals 8 skipti. Kennt er á miðvikudögum milli kl.15:00-19:30.


Árný er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur notið mikilla vinsælda sem reiðkennari.
Hún hefur mikla reynslu af þjálfun, kennslu og keppni. Kennsla hennar og þekking hentar
breiðum hópi knapa, ungum sem eldri eru, hvort sem um er að ræða ungur og lítið mótaður
hestur eða meira gerður.


Árný aðstoðar nemendur sína hvort sem er til undirbúnings fyrir keppni eða til þess að bæta sig
og hestinn sinn til útreiða. Frábær leið fyrir byrjendur sem lengra komna að fá aðstoð og
leiðbeiningar með þjálfun á sínum hesti.


Verð fyrir börn/unglinga/ungmenni er 36.500kr
Verð fyrir fullorðna er 50.500kr.

Skráningu á námskeiðið er að finna inn á; sportabler.com/shop/hfsprettur