Skip to content

Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Ertu að stefna á að keppa? Eða langar þig að gera reiðhestinn þinn þjálli og skemmtilegri? Eða langar þig að fá aðstoð með nýja reiðhestinn þinn?

Nú er að fara af stað einstaklingsmiðað námskeið þar sem nemandi og kennari setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að því yfir tímabil námskeiðsins. Markmið námskeiðsins er því ekki eitthvað eitt verkefni, heldur einstaklingsbundið.

Námskeiðið er ætlað öllum, ekkert aldurstakmark og ekkert getuþak, Það eina sem þarf er viljinn að læra. 

Kennt verður í formi einkatíma, 40mín hver tími. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöll, tímar í boði milli kl.17:30-20:50.

Verð fyrir fullorðna er 38.000kr
Verð fyrir yngri flokka er 27.500kr.

Kennari námskeiðsins er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir útskrifuð með B. Sc. í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.

Skráning fer fram á sportabler.com og opnar kl.12:00 fimmtudaginn 17.október.