Skip to content

Fréttir

Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts

Dagana 21-23.júlí nk mun Áhugamannamót Íslands fara fram á félagssvæði hmf. Spretts í Garðabæ og Kópavogi. Samkvæmt reglugerð sem samþykkt var á síðasta LH þingi þá mótið þá á það eingöngu að vera í 1. flokki. Því höfum við ákveðið í samráði við LH að á sama tíma verður Áhugamannamót Spretts haldið. Þar verður keppt í 2. og 3. flokki. Mótin verð „keyrð“ saman í… Read More »Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts

Félagshesthús spretts, hvernig viljum við hafa það?

Hugmyndasmiðja fyrir uppbyggingu á Félagshesthúsi fyrir börn og unglinga. Stjórn hmf. Spretts langar að bjóða félagsmönnum að koma að hugmyndavinnu/spjalli við undirbúning og skipulag á félagshesthúsi og kennsluhöll á félagssvæði Spretts. Hugmynd stjórnar er að geta komið á samstarfi með báðum bæjarfélögunum um hvernig við getum nýtt okkar frábæru aðstöðu hér í Spretti til félagslegra úrræða og komið á samstarfi við skólana. Þannig getum við… Read More »Félagshesthús spretts, hvernig viljum við hafa það?

Niðurstöður opna gæðingamóts Spretts og Fáks.

Opna Gæðingamót Fáks og Spretts var haldið núna í vikunni, forkeppni í barna, unglinga og ungmennaflokki fór fram sl þriðjudag og forkepnni í Gæðingatölti, A- og B- flokkum á miðvikudagskvöldið. Öll úrslit fóru svo fram fimmtudagskvöldið 1.júní. Þátttaka var góð í yngri flokkum en sameina þurfti A- og B flokka. Margar góðar sýningar litu dagsins ljós og var sérstaklega gaman að fylgjast með ungu kynslóðinni… Read More »Niðurstöður opna gæðingamóts Spretts og Fáks.

Miðbæjarreiðin 3. júní

Hvetjum Sprettara til þess að fjölmenna í miðbæinn nk laugardag. Miðbæjarreið Landssambands Hestamannafélaga og Horses of Iceland verður haldin laugardaginn, 3. júní kl. 15:00 í miðbæ Reykjavíkur. Miðbæjarreiðin er ákaflega skemmtileg hefð sem vekur athygli á því mikilvæga hlutverki sem Íslenski hesturinn hefur í hjörtum okkar Íslendinga. Í ár mun reiðin hefjast formlega við Hallgrímskirkju kl 15:00 þaðan sem haldið verður niður Skólavörðustíginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti og stoppað við… Read More »Miðbæjarreiðin 3. júní

Opið Gæðingamót Fáks og Spretts

Ákveðið hefur verið að hafa forkeppni á opna gæðingamóti Fáks og Spretts 30.maí og 31.maí, öll úrslit verða fimmtudaginn 1.júní. Mótið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal. A og B flokkar hafa verið semaeinaðir. Allar skeiðgreinar falla niður og einnig tölt T1. Ráslistar eru í Kappa og biðjum við fólk um að fylgjast vel með þar. Allar afskráningar verða að fara fram í gegnum… Read More »Opið Gæðingamót Fáks og Spretts

Niðurstöður Opna íþróttamóts Spretts

Helgina 12.-14.maí sl var haldið opið íþróttamót Spretts. Þátttaka var ágæt og vorum við nokkuð heppin með veður á mótinu í heild. Þökkum öllum sjálfboðaliðum sem komu að mótinu, svona mót er ekki haldið án þess að fólk leggi hönd á plóg og hjálpist að. Fimmgangur F2Fullorðinsflokkur – MeistaraflokkurForkeppniSæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn1 Ólöf Helga Hilmarsdóttir Týr frá Hólum Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Fákur 5,57 Fullorðinsflokkur… Read More »Niðurstöður Opna íþróttamóts Spretts

Gæðingamót Fáks og Spretts – Skráning opin

Opna gæðingamót Fáks og Spretts fer fram dagana 26. og 28 maí 2023 á félagssvæði Fáks. Forkeppni verður á föstudeginum og úrslit verða riðin á sunnudeginum 28.maí vegna fyrirhugaðrar miðbæjarreið í miðbæ Reykjavíkur og viljum við ekki að það skarist á við mótið Skráning hófst 18. maí og lýkur næstkomandi mánudag, 22. maí, á miðnætti. Skráning fer fram á Sportfeng, www.sportfengur.com.Athugið: Skráning fer ekki í gegn… Read More »Gæðingamót Fáks og Spretts – Skráning opin

Móttaka á vörubrettum

Nú hvetjum við Sprettara til þess að taka til við hesthúsin sín um helgina. Mikið er af vörubrettum við mörg hesthús í hverfinu og því miður verður af þeim töluverður sóðaskapur í hverfinu okkar. Hvetjum við eigendur bretta á baggaplaninu að taka til hendinni og koma brettunum að Samskipahöllinni. Hægt verður að koma með vörubretti að Samskipahöllinni undir Samskipahallarmerkinu um helgina og verða þau sótt… Read More »Móttaka á vörubrettum

Niðurstöður Frimamóts Spretts

Firmamót Spretts var haldið á sumardaginn fyrsta, 20.apríl sl á aðalkeppnisvelli Spretts. Góð þáttaka var á mótinu og lék veðrið við keppendur og áhorfendur. Pollar teymdir hestur LiturBjarni Hrafn Sigurbjörnsso Glói Stórahofi Rauð glófextur stjórnótturMargrét Inga Geirsdóttir Stóra Tesla Skyggnisholti rauðurEydís Ísaksdóttir Skriða Kapplaholti RauðblesóttHafþór Daði Sigurðsson Stubbur Harastöðum GrárIngiberg Þór Atlason Prins Lágafelli leirljósEldur Atlason Pegasus Þorsteinsstöðum brúnskjóttur Pollar ríðandi hestur LiturPatrekur Magnús Halldórsson… Read More »Niðurstöður Frimamóts Spretts