Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2024 þann 1.apríl n.k. kl.20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli, veislusalnum Samskipahöll, að Hestheimum 14-16, 203 Kópavogi.
Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar.
Dagskrá fundarins er skv. 10.gr. laga félagsins.
Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins.
5. Lagabreytingar, skv. 20. gr.
6. Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
11. Önnur mál, sem félagið varðar.
Vakin er athygli á að tillögum um lagabreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 26.febrúar n.k. og skal senda á stjó**@sp******.is.
Skv. 6.gr. laga félagsins skal framboði til stjórnarsetu skila til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félgasgjöld. Nánar verður auglýst síðar hvaða sæti í stjórn eru til kjörs.
Stjórn hmf. Spretts.