Hestamannafélagið Sprettur
Smellið á örvar táknið til að opna
Stjórn
Starfsfólk
Yfirþjálfari yngri flokka
Starf yfirþjálfara felur í sér umsjón með námskeiða- og fræðsluhaldi fyrir félagsmenn, sérstaklega þá yngir, bókanir í reiðhallir ásamt umsjón með heimasíðu. Yfirþjálfari yngri flokka hestamannafélagsins Spretts er Þórdís Anna Gylfadóttir. Þórdís er með netfangið [email protected]. Þórdís er með fasta viðveru á skrifstofu Spretts á þriðjudögum milli kl.14-18.
Umsjónarmaður svæðis og fasteigna
Starf umsjónaraðila svæðis og fasteigana felur í sér daglega umsjón með svæði og fasteignum félagsins, almennt viðhald og umsjón með vélum. Afhendingu á reiðhallarlyklum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Umsjónarmaður svæðis og fasteigna hestamannafélagsins Spretts er Ragnar Stefánsson. Ragnar er með netfangið [email protected] og síma 620-4500.
Saga félagsins
Hestamannafélagið Sprettur var stofnað árið 2012 og samanstendur félagið af hestamannafélaginu Gusti, Kópavogi og Hestamannafélaginu Andvara, Garðabæ. Sameinuð mynda þessi félög nú öfluga heild í Hestamannafélaginu Spretti. Sprettur er með starfsemi sína á Kjóavöllum og er eitt stærsta hestamannafélag landsins með á annað þúsund félagsmenn. Við erum stoltir Sprettarar.
Lög félagsins
Hestamannafélagið Sprettur
1.gr.
Félagið heitir Hestamannafélagið Sprettur. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi.
2. gr.
Markmið félagsins er að efla áhuga á hestum og hestaíþróttum, stuðla að góðri meðferð hesta og gæta hagsmuna félagsmanna.
Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:
1. Að reiðvegir séu gerðir sem víðast og þannig, að önnur umferð verði til sem minnstrar hindrunar og óþæginda. Reiðvegum þessum sé ávallt haldið við eins vel og efni og aðstæður leyfa.
2. Að byggja upp nauðsynleg mannvirki vegna starfsemi félagsins, svo sem velli og félagsheimili.
3. Að halda mannvirkjum í eigu félagsins í sem bestu ástandi og tryggja góða aðstöðu fyrir mótahald og hvers konar hestaíþróttir.
4. Að halda góðhestakeppnir, íþróttamót, kappreiðar og sýningar ásamt því að leggja hrossarækt lið svo sem kostur er.
5. Að vinna að því, að flutt sé á vegum félagsins fræðsluerindi um hestaíþróttir, hrossarækt og önnur málefni á áhugasviði hestamanna.
6. Að stuðla að öflugu æskulýðsstarfi.
7. Að birta árlega skýrslu um helstu störf á vegum félagsins, þar verði m.a. greint frá úrslitum úr mótahaldi félagsins.
8. Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna á málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra svo sem skipulags-, landnýtingar- og umferðarmálum m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum.
3. gr.
Félagar geta allir orðið sem þess óska og hafa áhuga á hestum og eru reiðubúnir til að hlíta lögum og reglum félagsins. Umsókn um inngöngu í félagið skal senda stjórn þess sem tekur afstöðu til hennar. Í umsókn skal greina nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang umsækjanda sé þess kostur. Öðlast umsækjandi full félagsréttindi þegar stjórn félagsins hefur samþykkt umsóknina og þegar umsækjandi hefur greitt félagsgjald yfirstandandi starfsárs.
4.gr.
Aðalfundur ákveður árlegt félagsgjald sem skal greiða fyrir 1. janúar ár hvert. Félagsmenn bera enga persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess. Félagar sem eru yngri en 18 ára greiða ekki félagsgjald. Félagar sem eru 67 ára og eldri geta sótt um niðurfellingu félagsgjalds.
5.gr.
Félagar, sem ekki greiða félagsgjald fyrir 1. janúar ár hvert, hafa ekki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á yfirstandandi starfsári (sem er hið sama og reikningsár félagsins), fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Sé félagsgjald ógreitt 1. apríl er stjórn heimilt að fella viðkomandi af félagaskrá. Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé greidd. Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins, er stjórn þess heimilt að víkja honum úr félaginu. Brottviknum félaga er heimilt að áfrýja máli sínu til aðalfundar.
6.gr.
Stjórn félagsins Stjórn félagsins skal skipa sjö menn: formaður, varaformaður,
gjaldkeri, ritari og meðstjórnendur, sem kosnir eru skriflega og óbundinni kosningu á aðalfundi félagsins. Framboð, til stjórnarsetu skal skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Formann ber að kjós einan sér til tveggja ára. Árlega skal kjósa þrjá stjórnarmenn til tveggja ára. Verði stjórnarmaður kosinn formaður skal kjósa annan í hans stað til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Á aðalfundi skal kjósa til eins árs í senn tvo skoðunarmenn og tvo til vara til að enduskoða reikninga félagsins. Skoðunarmenn þurfa ekki að vera félaga í Hestamannafélaginu Spretti.
7.gr.
Formaður er framkvæmdastjóri félagsins. Hann boðar til stjórnarfunda svo oft sem þurfa þykir. Skylt er að boða fund ef fjórir stjórnarmanna óska þess. Stjórn félagsins getur þó ákveðið að annar stjórnarmaður eða starfsmaður félagsins gegni starfi framkvæmdastjóra. Ritari gegnir ritarastörfum og heldur gerðabók. Gjaldkeri hefur yfirumsjón með fjárreiðum félagsins. Við innheimtu félagsgjalda er gjaldkera heimilt að ráða sér til aðstoðar aðra félagsmenn, enda beri hann ábyrgð á því. Að öðru leyti ákveður stjórn hverju sinni um skiptingu verkefna milli stjórnarmanna.
8.gr.
Stjórn félagsins ber að varðveita öll skjöl og gögn er geyma heimildir um störf félagsins, svo sem félagaskrá, bókhaldsgögn og bréf. Einnig ber að halda skrá yfir öll hross sem sýnd eru á mótum félagsins eða keppa á kappreiðum þess.
9.gr.
Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Sama er, ef minnst 10% félagsmanna æskja þess skriflega til stjórnar og tilgreina fundarefni. Stjórn félagsins skal boða fundi með minnst þriggja daga fyrirvara með auglýsingu á vefsíðu félagsins, í dagblöðum og/eða útvarpi eða með bréflegri tilkynningu.
Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og minnst 10% lögmætra félagsmanna sitja hann. Einfaldur meirihluti skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.
Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri skal byrja á því að leggja fyrir fundinn hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillits til þess, hversu margir eru mættir. Félagar yngri en 18 ára hafa ekki kosningarétt eða kjörgengi.
10.gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. desember ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar er:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins.
5. Lagabreytingar, skv. 20. gr.
6. Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
11. Önnur mál, sem félagið varðar.
11.gr.
Reikningsár félagsins er frá 1. október til 30. september.
12.gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita þeim félagsmönnum viðurkenningu, sem hafa í störfum sínum fyrir félagið sýnt framúrskarandi dugnað og hollustu og skal sú afhending fara fram á aðalfundi félagsins.
13.gr.
Stjórn félagsins er heimilt að bera fram tillögu á aðalfundi um kjör heiðursfélaga. Heiðursfélagar geta þeir einir orðið, sem sýnt hafa frábæran áhuga og dugnað í störfum sínum til eflingar í félaginu og markmiðum þess. Merki félagsins í gulli skal fylgja útnefningunni.
14.gr.
Reglur um kappreiðar og aðrar hestaíþróttakeppnir skulu vera samkvæmt samþykktum Landsambands hestamanna (L.H.).
15.gr.
Stjórn félagsins ákveður hvenær hestamót skulu haldin og skipar starfsmenn eftir því, sem lög og reglur L.H. mæla fyrir.
16.gr.
Heimilt er félaginu að vera aðili að almennum samtökum hestamannafélaga í landinu. Félagið er aðili að UMSK, Landsambandi hestamannafélaga og Í.S.Í. Formaður félagsins er sjálfkjörinn á ársþing á UMSK. og L.H. þing. Aðrir fulltrúar félagsins á UMSK. og L.H. þing skulu skipaðir af stjórn félagsins.
17.gr.
Stjórn félagsins er heimilt að stofna nefndir innan þess og skulu þær bundnar af lögum félagsins og starfslýsingum sem stjórn setur á hverjum tíma. Nefndir sem hafa fjármuni undir höndum skulu gera skil til stjórnar strax að loknum störfum.
18.gr.
Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteignir þess, kaupa fasteignir eða hefja byggingu þeirra nema samþykki lögmæts félagsfundar komi til. Ef stjórn hyggst leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun, skal geta þess í fundarboði. Heimildir samkvæmt grein þessari skal nota innan tveggja ára frá því þær eru veittar.
19.gr.
Stjórn félagsins setur reglur um rekstur félagsheimilis, hesthúsa og annarra eigna félagsins svo og um aðra starfsemi þess jafnóðum og eignir verða til.
20. gr.
Breyting á lögum félagsins Lögum félagsins verður breytt á löglega boðuðum
aðalafundi, þar sem mættur er minnst 5% kjörgengra félagsmanna, þar sem 2/3 hlutar greiddra atkvæða samþykkja breytinguna. Mæti of fáir, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillögur til lagabreytinga gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna samþykkja þær, án tillits til fundarsóknar. Lagabreytingar sem félagsmenn vilja leggja fram, skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir boðaðann aðalfund. Skulu þær bornar undir laganefnd til skoðunar. Geta skal lagabreytinga í fundarboði fyrir aðalfund.
21.gr.
Ef slíta skal félaginu, verður það einungis gert á fundi, þar sem mættir eru minnst 3/4 hlutar félagsmanna, og verður það aðeins gert, að 2/3 hlutar fundarmanna greiði því atkvæði. Að öðrum kosti skal boða til nýs fundar og verður þá félaginu slitið á löglegan hátt ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða því atkvæði, án tillit til þess, hve margir eru mættir á fundinum. Verði félaginu þannig slitið, skulu eignir þess afhentar bæjarstjórnum Garðabæjar og Kópavogs til vörslu, þar til nýtt félag með svipuðum markmiðum og félagið hafði, sbr. 2. gr. verður stofnað í þessum bæjarfélögum. Skulu eignirnar þá afhentar því félagi til eignar, enda hafi bæjarráðin áður kannað vilja og getu hins nýja félags til að takast á hendur slíkan rekstur. Þann tíma, sem líða kann frá því að Garðabæ/Kópavogi væru afhentar eignirnar til vörslu, þar til nýju félagi yrðu afhentar eignirnar skv. fyrirmælum í grein þessari, er Garðabæ/Kópavogi heimilt að nýta eignirnar á hvern þann hátt, sem hentugast þætti að því tilskyldu, að öllum eignum sé haldið eðlilega við.
Samþykktar voru breytingar á lögum á aðalfundi Spretts dags: 15.11.2019
Merki Spretts
Reglur og stefnur
Umferðarreglur hestamanna í þéttbýli
Umferðarreglur hestamanna í þéttbýli.
Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.
Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).
Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.
Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.
Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.
Áfengi og útreiðar fara ekki saman.
Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.
Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.
Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.
Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.
Landssamband hestamannafélaga
Ferða- og samgöngunefnd.
Umgengnis- & umferðarreglur í reiðhöllum Spretts
Umgengnis- & umferðarreglur í Reiðhöllum Spretts
Einungis skuldlausir félagar geta fengið aðgangslykla. Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Handhafar aðgangslykla er óheimilt að hleypa öðrum inn í höllina.
Knöpum ber að hreinsa upp eftir hesta sína. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
Hjálmaskylda er í reiðhöllum Spretts. Við þjálfun hesta í reiðhöllum Spretts eru félagsmenn á eigin ábyrgð.
Farið á bak og af baki inni á miðjum vellinum en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.
Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar þegar aðrir eru í salnum.
Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð.
Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð. Aðrir skulu forðast að ríða þvert í gegn hjá þeim sem ríður á baug.
Stökkþjálfun/yfirferðareið er óheimil þegar margir eru inni í höllinni í opnum tímum, sérstaklega ef einungis eitt hólf er opið í Samskipahöllinni fyrir félagsmenn til þjálfunar, eða ef margir eru inni í Húsasmiðjuhöllinni sá/sú sem ætlar að þjálfa stökk/yfirferð skal sýna sértakt tillit og skal gæta þess að ríða ekki á aðra hesta og knapa
Reiðkennsla eða þjálfun liða er bönnuð í opnum tímum í reiðhöllum Spretts. Bóka þarf hólf og eða höll fyrirfram hjá [email protected] eða í síma 620-4500
Setji notendur og eða kennarar upp staura og bönd, keilur, brokkspírur eða annan búnað til þjálfunar ber viðkomandi að ganga frá að notkun lokinni.
Virða skal þá tíma sem skráðir eru á dagatöl reiðhallanna.
Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar inni. Hringgerðin eru ekki til þess að geyma hesta í.
Allar reykingar eru bannaðar. Meðferð áfengis og annara vímuefna er bönnuð. Fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna ber að vísa úr húsinu umsvifalaust.
Lausaganga hunda er bönnuð.
Brot á reglum þessum getur þýtt lokun á reiðhallarlyklum í hallirnar
Siðareglur og viðbrögð við áreitni
Siðareglur Spretts
Hestamannafélagið Sprettur eru félagasamtök þar sem sjálfboðaliðar og starfsmenn félagsins vinna að því að búa að sem bestri umgjörð fyrir hestamennskuna í Kópavogi og Garðabæ. Í starfseminni er mikilvægt að allir taki siðferðislega ábyrgð á störfum sínum fyrir Sprett. Til þessað þetta megi takast vill félagið skapa umhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, samvinnu og fagmennsku.
Siðareglurnar gilda um alla félaga í hestamannafélaginu Spretti og starfsmenn félagsins.
Markmið siðaregla Spretts er að veita félagsmönnum almennar leiðbeiningar bæði í leik og starfi. Siðareglurnar eru hluti af félagsandanum sem ríkir í Spretti og er ætlað að vera félagsmönnum hvatning og stuðningur. Siðareglurnar eru einnig ætlaðar til að vernda orðspor félagsins, ímynd þess og trúverðugleika. Siðareglurnar skal kynna öllum félagsmönnum og vera aðgengilegar á vef félagsins.
- Komdu fram af fullkomnum heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
- Gættu trúnaðar og þagmælsku í störfum þínum en þó innan takmarkana lögboðinnar tilkynningarskyldu.
- Misnotaðu ekki valdastöðu þína eða hvers konar yfirburði sem þú kannt að hafa yfir öðrum.
- Við komum í veg fyrir að innan félagsins viðgangist illmælgi eða hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, ofbeldi, kynferðileg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum svo sem kynferði, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun eða kynhneigð.
- Gættu jafnræðis og varastu að misbjóða virðingu einstaklinga eða hópa t.d. hvað varðar kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, félagslega stöðu, aldur, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins.
- Umgangast skal hesta og önnur dýr á þann hátt sem dýraverndunar- og heilbrigðisyfirvöld á Íslandi segja til um hverju sinni með vísantil um laga um dýravernd og dýravelferðar.
- Taktu aldrei, hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti þátt í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti og þess háttar viðburðum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði sem þú getur haft áhrif á.
- Við gætum þess að okkar eigin hagsmunir eða hagsmunir aðila okkur nákomnum hafi ekki áhrif á ákvarðanir okkar á vettvangi félagsins.
- Þiggðu hvorki gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi þitt.
Verðum við áskynja að siðareglur hafi verið brotnar ber að vekja athygli á því með tölvupósti
til formanns eða framkvæmdastjóra félagsins.
Fundargerðir stjórnar - veljið árabil, smellið síðan á örvar táknið til að opna
2025 - 2022
2024
08.01.2024
12.02.2024
26.02.2024
09.04.2024
16.04.2024
23.04.2024
30.04.2024
07.05.2024
14.05.2024
21.05.2024
28.05.2024
04.06.2024
11.06.2024
18.06.2024
25.06.2024
09.07.2024
22.07.2024
06.08.2024
13.08.2024
27.08.2024
03.09.2024
10.09.2024
17.09.2024
25.09.2025
24.09.2024
08.10.2024
22.10.2024
29.10.2024
12.11.2024
26.11.2024
09.12.2024
17.12.2024
2017 - 2021
2012 - 2016
2014
02.01.2014
08.01.2014
21.01.2014
31.01.2014
10.02.2014
04.03.2014
12.03.2014 Aðalfundur
17.03.2014
25.03.2014
01.04.2014
08.04.2014
14.04.2014
22.04.2014
29.04.2014
13.05.2014
27.05.2014
10.06.2014
24.06.2014
12.08.2014
19.08.2014
26.08.2014
23.09.2014
07.10.2014
04.11.2014
12.11.2014
12.11.2014 Glærur
02.12.2014
09.12.2014